Strætó - strætóskýli

Málsnúmer 2023111310

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2023 varðandi viðhald og framkvæmdir á strætóskýlum í bæjarlandinu.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður á rekstrardeild og umhverfismiðstöð sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með nýlegar framkvæmdir og skipulagða endurnýjun strætóskýla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð hvetur til þess að undirbúningi og framkvæmdum við nýja jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar við Glerártorg verði hraðað þannig að tryggt verði að uppbygging í miðbæ Akureyrar tefjist ekki vegna aðstöðu strætisvagna.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar til uppbyggingar jöfnunarstoppistöðvar á árinu 2024. Mikilvægt er að leggja metnað í aðstöðu og bætt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar.