Félagssvæði KA - stúka og félagsaðstaða

Málsnúmer 2022110164

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu akritektastofu kynnti hönnun á framkvæmdum á keppnisvelli og stúku við félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Minnisblað dagsett 3. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í burðarþols- lagna- loftræsti- rafmagns og fjarskiptahönnun á stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í hverjum flokki.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Minnisblað dagsett 3. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í flóðlýsingu á nýjan keppnisvöll á félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboði í flóðlýsingu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 2. mars 2023 varðandi niðurstöðu útboðana: Lagnir og yfirborðsfrágangur og flóðlýsing, á nýjum keppnisvelli á íþróttasvæði KA
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Nesbræður ehf. á grundvelli tilboðs þeirra að upphæð kr. 159.561.281. Tvö tilboð bárust.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Metatron ehf. um 800lux lýsingu á grundvelli tilboðs þeirra frá því í október 2022. Eitt tilboð barst.

Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir vonbrigðum yfir því að KSÍ skuli gera kröfur um lágmarksaðbúnað án samráðs við sveitarfélög sem bera kostnaðinn við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Íslandi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 2. júní 2023 varðandi stöðu verkefnis.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 144. fundur - 29.08.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 23. ágúst 2023 varðandi opnun verðfyrirspurnar vegna kaupa á girðingu á KA svæðinu. Eitt tilboð barst fyrir auglýstan tíma.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði í girðinguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lögð fram áætluð tímalína fyrir framkvæmdir á svæðinu.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 2. febrúar 2024 varðandi útboð á byggingu á félagsaðstöðu og stúku við KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 159. fundur - 09.04.2024

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskaði eftir tilboðum í stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA í febrúar 2024. Um er að ræða byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.

Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá Húsheild/Hyrnu ehf. að upphæð kr. 2.091.475.435 eða 16,4% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlun fyrir útboðsverk var kr. 1.796.279.102 með aukaverkum og var tilboð um 295 milljónir yfir áætlun.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að hafna tilboðinu og að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða með fyrirvara um að þeir standist útboðskröfur. Heildarupphæð verksamnings verður þá kr. 1.892.159.779 eða án aukaverka kr. 1.780.559.779 og vísar niðurstöðu til afgreiðslu í bæjarráði.


Óskar Ingi Sigurðsson B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3845. fundur - 17.04.2024

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 9. apríl 2024:

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskaði eftir tilboðum í stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA í febrúar 2024. Um er að ræða byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.

Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá Húsheild/Hyrnu ehf. að upphæð kr. 2.091.475.435 eða 16,4% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlun fyrir útboðsverk var kr. 1.796.279.102 með aukaverkum og var tilboð um 295 milljónir yfir áætlun.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að hafna tilboðinu og að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða með fyrirvara um að þeir standist útboðskröfur. Heildarupphæð verksamnings verður þá kr. 1.892.159.779 eða án aukaverka kr. 1.780.559.779 og vísar niðurstöðu til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Það er miður að eina tilboðið sem barst í byggingu stúku og félagsaðstöðu á KA svæðinu sé yfir kostnaðaráætlun en geld varhugi við að spara í efniskostnaði. Í fjárfestingu upp á milljarða er nauðsynlegt að vanda til verka og lágmarka þannig líkur á því að upp komi kostnaðarsöm vandkvæði síðar meir.