Áramótabrenna 2023

Málsnúmer 2023090574

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 146. fundur - 19.09.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 13. september 2023 vegna áramótabrennu í bæjarlandinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á það að haldin verði áramótabrenna á Akureyri sem uppfyllir kröfur reglugerðar og felur starfsmönnum að útfæra það í samráði við hagaðila.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 22. október 2023 varðandi staðsetningu á áramótabrennu næstkomandi áramót.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að kanna aðra kosti á brennustæði í ljósi þess að ekki sé hægt að nýta Réttarhvamm vegna reglna um nálægðar við íbúðarhús og viðkvæma starfsemi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Staðsetning á brennu áramótin 2023/2024 rædd eftir frekari skoðun á mögulegum staðsetningum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að áramótabrennan í ár verði á Jaðri að því tilskyldu að leyfi fáist fyrir því.