Sorphirða í Akureyrarbæ - útboð 2022

Málsnúmer 2021101499

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Farið yfir endurnýjun á þjónustusamningi í sorpmálum 2022. Samningur við Terra rennur út í lok nóvember 2022.

Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynnti gegnum fjarfundarbúnað breytingar á sorpmálum sem taka gildi 1. janúar 2023.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela Rut það hlutverk að fara af stað með vinnu á útboði í sorpmálum með tilliti til nýrra laga sem taka gildi 1. janúar 2023. Samþykkt var að vinna nýtt útboð til samræmis við breytingar á lögum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 109. fundur - 19.11.2021

Rætt um aðgerðaáætlun í aðdraganda útboðs á sorpsamningi Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð stefnir að því að bjóða út söfnun og flutning á sorpi eftir áramót.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi fyrirhugað útboð í sorpmálum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka upp viðræður við Terra um að framlengja samninginn óbreyttan um 9 mánuði, til 31. ágúst 2023. Tíminn verður nýttur til að fá betri upplýsingar um innleiðingu á nýjum lögum og til að leitast eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög Akureyrar.