Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 95. fundur - 26.02.2021

Fyrirhugað útboð á hönnun gatnagerðar og lagna í Holtahverfi norður kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á hönnun í Holtahverfi norður - gatnagerð og lagnir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 97. fundur - 26.03.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2021 varðandi útboð á hönnun á gatnagerð og lögnum Holtahverfis. Sex tilboð bárust.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda VSB Verkfræðistofu ehf. að upphæð kr. 23.980.105.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 98. fundur - 16.04.2021

Minnisblað dagsett 13. apríl 2021 varðandi framkvæmdir í Holtahverfi lagt fram.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framkvæmdum við Holtahverfi verði flýtt til þess að fyrstu lóðir verði tilbúnar í febrúar 2022. Tilfærslu fjármagns á milli ára vegna flýtingarinnar er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. apríl 2021:

Minnisblað dagsett 13. apríl 2021 varðandi framkvæmdir í Holtahverfi lagt fram.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framkvæmdum við Holtahverfi verði flýtt til þess að fyrstu lóðir verði tilbúnar í febrúar 2022. Tilfærslu fjármagns á milli ára vegna flýtingarinnar er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum flýtingu á framkvæmdum í Holtahverfi og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að gera tillögu að breytingum á framkvæmdaáætlun sbr. umræður á fundinum og gerð viðauka ef þörf krefur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 26. ágúst 2021 varðandi framkvæmdir og stöðuna á gatnagerð við Holtahverfi norður.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2021 varðandi opnun tilboða í gatnagerð og lagnir í Holtahverfi norður 1. áfangi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Nesbræður ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Lagt fyrir bréf dagsett 28. janúar 2022 varðandi framgang framkvæmda við Holtahverfi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að senda bréf til verktakans með áréttingu um að staðið verði við verkáætlanir og skiladaga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116. fundur - 11.03.2022

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda kynnti hönnunartillögur að leikvöllum og útivistarsvæðum í Holtahverfi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 16. júní 2022 vegna 1. áfanga verksins, Holtahverfi norður.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett í október 2022 vegna 1. áfanga verksins, Holtahverfi norður.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett í október 2022 vegna 1. áfanga verksins, Holtahverfi norður.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 3 dagsett í janúar 2023 vegna framkvæmda við Holtahverfi á Akureyri.