Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Húsaleiguáætlun fyrir árið 2022 lögð fram til samþykktar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 105. fundur - 10.09.2021

Lagðar fram gjaldskrár UMSA fyrir 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár UMSA fyrir árið 2022 og vísar þeim til bæjarlögmanns og bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Lagðar fyrir ráðið fjárhagsáætlannir fyrir árið 2022.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Gunnar Rúnar Ólafsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir áætlun fyrir bílastæðasjóð, leiguíbúðir Akureyrarbæjar, umhverfis- og sorpmál og slökkvilið Akureyrar.


Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu áætlunar Fasteigna Akureyrarbæjar, Strætisvagna Akureyrar, skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs, umhverfismiðstöðvar og reksturs innviða Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 107. fundur - 01.10.2021

Lagðar fram fjárhagsáætlanir deilda UMSA og gjaldskrár UMSA.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð, Engilbert Ingvarsson verkstjóri hjá Strætisvögnum Akureyrar og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir og framlagðar gjaldskrár fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Farið yfir framkvæmdaáætlun 2022 hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3745. fundur - 28.10.2021

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 22. október 2021:

Farið yfir framkvæmdaáætlun 2022 í fasteignum Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaráætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 109. fundur - 19.11.2021

Eignfærsluáætlun 2022-2025 lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 120. fundur - 20.05.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 19. maí 2022 varðandi endurskoðun á gjaldskrá nokkurra tækja á umhverfismiðstöð.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir hækkun á gjaldskrá nokkurra tækja á umhverfismiðstöð.