Stígagerð á Glerárdal - erindi frá Ferðafélagi Akureyrar

Málsnúmer 2021091480

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 107. fundur - 01.10.2021

Lagt fram bréf frá Ferðafélagi Akureyrar dagsett 5. september 2021 varðandi framkvæmdir við stíg á Glerárdal.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar erindið og mun taka tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram. Formanni er falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Svarbréf Ferðafélags Akureyrar dagsett 13. október 2021 varðandi framkvæmdir við stíg á Glerárdal lagt fram til upplýsingar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fyrirhugar skoðunarferð um svæðið næsta vor.