Skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn MAk

Málsnúmer 2018100235

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 263. fundur - 18.10.2018

Aðalfundur Menningarfélag Akureyrar verður haldinn í Hofi þriðjudaginn 30. október nk. kl. 20:00. Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Akureyrarstofu skal stjórnin skipa einn aðalmann og einn varamann í stjórn MAk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur L-lista að tilnefna Preben Jón Pétursson sem aðalmann og Brynhildi Pétursdóttur sem varamann.

Finnur Dúa Sigurðsson V-lista og Kristján Blær Sigurðsson D-lista sátu hjá og óska bókað:

Eðlilegra hefði verið að taka umræðu um hver væri skipaður fyrir hönd Akureyrarbæjar á fundi stjórnar Akureyrarstofu en svo var ekki gert.

Stjórn Akureyrarstofu - 319. fundur - 27.05.2021

Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Akureyrarstofu skal stjórnin skipa fulltrúa í stjórn MAk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa í stjórn MAk.