Sigurhæðir - sala húsnæðis

Málsnúmer 2019090404

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 285. fundur - 26.09.2019

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal selja húsið Sigurhæðir.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að húsið Sigurhæðir verði sett í söluferli.

Bæjarráð - 3656. fundur - 10.10.2019

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 26. september 2019:

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal selja húsið Sigurhæðir.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að húsið Sigurhæðir verði sett í söluferli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Vegna fjölmargra hugmynda um breytta notkun á húsnæði Sigurhæða felur bæjarráð Akureyrarstofu að rýna hugmyndirnar áður en til sölu kemur.

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Bæjarráð óskaði eftir því á fundi sínum þann 10. október sl. að stjórn Akureyrarstofu tæki til skoðunar þær hugmyndir sem hafa komið fram um breytta notkun á húsnæði Sigurhæða áður en til sölu kemur. Á fundinum voru lögð fram til kynningar erindi frá Unu Margréti Jónsdóttur, Karli Ágústi Úlfssyni f.h. Rithöfundasambands Íslands auk erindis frá aðila sem leggur fram hugmyndir um notkun.
Í ljósi þess að fram hafa komið hugmyndir og áskoranir um að Sigurhæðir gegni áfram menningarlegu hlutverki samþykkir stjórn Akureyrarstofu að slá á frest hugmyndum um sölu hússins og felur starfsmönnum Akureyrarstofu að útbúa drög að auglýsingu þar sem kallað verði eftir hugmyndum um notkun og rekstur hússins. Í framlögðum hugmyndum komi m.a. fram um hvaða starfsemi ræðir, hvernig hún tengist sögu hússins, hvernig hún verði fjármögnuð og hvernig rekstur muni standa undir húsaleigu og föstum rekstrarkostnaði hússins

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Auglýsing þar sem kallað verður eftir hugmyndum um notkun og rekstur Sigurhæða lögð fram sbr. bókun frá síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 24. október sl.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir auglýsinguna og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að koma henni á framfæri.

Stjórn Akureyrarstofu - 290. fundur - 05.12.2019

Deildarstjóri Akureyrarstofu kynnti umsóknir sem bárust um leigu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna úr umsóknum og leggja fram tillögu á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 291. fundur - 19.12.2019

Farið yfir umsóknir sem bárust vegna leigu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að afla frekari gagna.

Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Alls bárust fjögur tilboð í leigu á Sigurhæðum eftir auglýsingu þar um í lok nóvember 2019.

Við yfirferð á framlögðum hugmyndum og tilboðum um fyrirhugaða starfsemi gilti menningarlegt vægi 50% af mati og leigufjárhæð 50%.

Með hliðsjón af því samþykkir stjórn Akureyrarstofu að gengið verði til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Erindi dagsett 14. maí 2020 frá Davíð Smárasyni framkvæmdastjóra Hótels Akureyri þar sem tilkynnt er að vegna gjörbreyttra rekstraraðstæðna sé fallið frá tilboði í leigu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að skoða með framhald málsins í ljósi stöðunnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Umræða um næstu skref varðandi leigu á Sigurhæðum.
Þar sem Hótel Akureyri hefur fallið frá tilboði sínu og ekki var búið að ganga frá samningi um leigu samþykkir stjórn Akureyrarstofu að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að ganga til viðræðna við Kristínu Kjartansdóttur, kt. 080570-3849, og Hlyn Hallsson, kt. 250968-3379, sem áttu það tilboð sem metið var nr. 2 um leigu á Sigurhæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 301. fundur - 25.06.2020

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir stöðu máls vegna leigu á Sigurhæðum.