Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Laxdalshús var auglýst til leigu. Á fundinum var farið yfir þær umsóknir sem bárust.

Lagt fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 187. fundur - 06.05.2015

Lagt fram bréf dagsett 4. febrúar 2015 frá Maríu Jónu Jónsdóttur og Hallgrími Ingólfssyni með hugmyndum um nýtingu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að ganga til viðræðna við Maríu Jónu Jónsdóttur og Hallgrím Ingólfsson í samræmi við umræður á fundinum og með vísan í auglýsingu um útleigu hússins.

Stjórn Akureyrarstofu - 190. fundur - 11.06.2015

Gerð samnings um útleigu á Laxdalshúsi.
Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að ganga frá samningnum.

Stjórn Akureyrarstofu - 211. fundur - 13.06.2016

Núverandi leigutakar hafa óskað eftir framlengingu á leigusamningi um Laxdalshús.
Stjórn Akureyrarstofu heimilar framkvæmdastjóra að framlengja fyrirliggjandi samning til eins árs eða 30. apríl 2017.

Stjórn Akureyrarstofu - 234. fundur - 22.06.2017

Þrír lýstu yfir áhuga á að leigja. Ein frá einkaaðila sem vill leigja húsið sem íbúðarhús og tvær sem ganga út á menningar- og listastarfsemi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram og ljúka því.

Stjórn Akureyrarstofu - 235. fundur - 07.09.2017

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 22. júní sl. var samþykkt að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna málið áfram og ljúka því, en þrír aðilar höfðu lýst yfir áhuga á því að fá húsið leigt.

Niðurstaða var að bjóða kammerkórnum Hymodiu afnot af húsinu.

Húsaleigusamningur var lagður fram til staðfestingar.
Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samninginn og fagnar því að komin sé regluleg starfsemi í húsið.

Stjórn Akureyrarstofu - 317. fundur - 15.04.2021

Bréf dagsett 30. apríl 2021 frá Eyþóri Inga Jónssyni f.h. Hymnodiu-Kammerkórs Akureyrar, þar sem tilkynnt er um að kórinn hyggist ekki óska eftir framlengingu á samningi um leigu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að auglýsa Laxdalshús til leigu í samræmi við gildandi viðmiðunarreglur.

Stjórn Akureyrarstofu - 319. fundur - 27.05.2021

Lagðar fram til kynningar þær umsóknir sem bárust um leigu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu felur Þórgný Dýrfjörð forstöðumanni Akureyrarstofu, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Finni Dúa Sigurðssyni að fara yfir umsóknirnar og koma með tillögu á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 320. fundur - 09.06.2021

Teknar fyrir umsóknir um leigu á Laxdalshúsi. Umsóknir bárust frá fjórum aðilum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að ganga til samninga við Majó - Food and Culture um leigu á Laxdalshúsi.

Í húsinu verður vinnustofa Jónínu Bjargar Helgadóttur myndlistarkonu, auk þess sem gestalistamönnum verður boðin vinnuaðstaða á efri hæð. Jafnframt er hugmyndin að skipuleggja sögugöngur sem byrja og enda í húsinu og verða matartengdar. Ekki verður um eiginlegan veitingahúsarekstur að ræða heldur uppákomur sem tengjast mat og matarupplifun auk þess sem boðið verður upp á námskeið.

Stjórn Akureyrarstofu - 321. fundur - 24.06.2021

Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur vegna Laxdalshúss.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.