Stjórn Akureyrarstofu

273. fundur 07. mars 2019 kl. 14:00 - 18:30 Rósenborg - kennslustofa 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Anna Fanney Stefánsdóttir L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

1.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2017030294Vakta málsnúmer

Til umræðu hvaða verkefni er hægt að vinna fyrir Hrísey og Grímsey í tengslum við byggðaáætlun.

Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri brothættra byggða mætti á fundinn.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Helgu Írisi fyrir komuna á fundinn.

2.Stefnumótandi byggðaáætlun

Málsnúmer 2019030005Vakta málsnúmer

Umræður um með hvaða hætti Akureyrarbær getur sýnt frumkvæði í samvinnu við stoðstofnanir og ríkisstofnanir þegar kemur að verkefnum í stefnumótandi byggðaáætlun.



Allar upplýsingar um byggðaáætlun er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar.

https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/byggdaaaetlun/byggdaaaetlun-2017-2023
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum í samstarfi við stoðstofnanir að gera áætlun um með hvaða hætti Akureyrarbær hyggst sýna frumkvæði í verkefnum er tengjast stefnumótandi byggðaáætlun. Þá óskar stjórn eftir upplýsingum um stöðu ríkisstarfa án staðsetningar og stöðu á skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er varðar verðjöfnun á flugvélaeldsneyti á millilandaflugvöllum landsins.

3.Barnamenningarhátið á Akureyri

Málsnúmer 2019030063Vakta málsnúmer

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála mætti á fundinn og kynnti verklagsreglur vegna úthlutunar styrkja í tengslum við barnamenningarhátíð.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðar verklagsreglur með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

4.Beiðni um áframhaldandi samstarf N4 og Akureyrarbæjar á árinu 2019

Málsnúmer 2018100425Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá N4 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi. Hugmyndir N4 um samstarfsfleti lagðar fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu hyggst ekki gera fastan þjónustusamning um kynningarmál að svo stöddu en þakkar N4 framlagðar hugmyndir.

Starfsmönnum er falið að skoða hugmyndir N4 sem og aðrar sem tengjast kynningarmálum, kynningaáætlunum sviða og upplýsingastefnu í samræmi við fjárheimildir.

5.Local Food Festival 2019 - styrkumsókn

Málsnúmer 2019020055Vakta málsnúmer

Undirbúningshópur sem kemur að matvælasýningunni Local Food Festival á Norðurlandi sem haldin verður í Hofi laugardaginn 16. mars nk. óskar eftir styrk sem nemur leigu á Menningarhúsinu Hofi eða kr. 339.000.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja sýninguna sem nemur leigu á Menningarhúsinu Hofi.

6.Útsýnisskífa á Ytri-Súlu - styrkbeiðni

Málsnúmer 2019020365Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 28. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 17. febrúar 2019 frá Ingvari Teitssyni formanni Gönguleiðanefndar Ferðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna gerðar og uppsetningar útsýnisskífu á Ytri-Súlu.

Bæjarráð vísaði málinu til stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja gerð útsýnisskífu á Ytri-Súlum um kr. 100.000.

7.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Lögð fram aðgerðaráætlun stjórnar Akureyrarstofu vegna velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða aðgerðaráætlun með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum.

8.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli af dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.
Fundarhlé gert kl. 16:15.

Fundi framhaldið í Deiglunni kl. 16:20.

9.Boð í Deigluna

Málsnúmer 2019020307Vakta málsnúmer

Stjórn Gilfélagsins bauð stjórn Akureyrarstofu til móttöku í Deiglunni til að ræða hugmyndir félagsins um framtíðarsýn á nýtingu húsnæðisins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar stjórn Gilfélagsins fyrir boðið í Deigluna, fyrir upplýsandi umræður og góðar móttökur.
Fundarhlé gert kl. 17:10.

Fundi framhaldið í flugsafni Íslands kl. 17:20.

10.Boð um heimsókn á Flugsafn Íslands

Málsnúmer 2019030055Vakta málsnúmer

Boð frá Gesti Einari Jónassyni safnstjóra Flugsafns Íslands þar sem stjórn Akureyrarstofu er boðið í heimsókn á safnið til að kynna sér þá blómlegu starfsemi sem fram fer í safninu m.a. í tengslum við nám flugvirkjanema.

Á móti stjórn Akureyrarstofu tóku Gestur Einar Jónasson safnstjóri og Hörður Geirsson formaður stjórnar safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar forsvarsmönnum Flugsafnsins fyrir góðar móttökur og fræðandi leiðsögn um safnið.

Fundi slitið - kl. 18:30.