Beiðni um áframhaldandi samstarf N4 og Akureyrarbæjar á árinu 2019

Málsnúmer 2018100425

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 264. fundur - 01.11.2018

Erindi dagsett 29. október 2018, frá Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi N4 og Akureyrarbæjar um kynningarmál.

Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sínu til að fjalla um erindið.

Var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og samþykkt. Hilda Jana vék af fundi við umræðu um málið.
Stjórn Akureyrarstofu telur sig ekki geta samþykkt óbreytt samstarf á grundvelli núgildandi samnings en samþykkir að fela starfsmönnum Akureyrarstofu að eiga viðræður við framkvæmdastjóra N4 um mögulegt áframhaldandi samstarf á nýjum forsendum um kaup á þjónustu og efni sem Akureyrarbær hefði beinan hag af.

Stjórn Akureyrarstofu - 273. fundur - 07.03.2019

Til umræðu erindi frá N4 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi. Hugmyndir N4 um samstarfsfleti lagðar fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu hyggst ekki gera fastan þjónustusamning um kynningarmál að svo stöddu en þakkar N4 framlagðar hugmyndir.

Starfsmönnum er falið að skoða hugmyndir N4 sem og aðrar sem tengjast kynningarmálum, kynningaáætlunum sviða og upplýsingastefnu í samræmi við fjárheimildir.