Stefnumótandi byggðaáætlun

Málsnúmer 2019030005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3450. fundur - 05.03.2019

Umræður um með hvaða hætti Akureyrarbær getur sýnt frumkvæði í samvinnu við stoðstofnanir og ríkisstofnanir þegar kemur að verkefnum í stefnumótandi byggðaáætlun.

Áætlunina má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/byggdamal/byggdaaaetlun/byggdaaaetlun-2018-2024/

Málshefjandi, Hilda Jana Gísladóttir, reifaði innihald stefnumótandi byggðaáætlunar og hvernig hún getur snert hagsmuni Akureyrarbæjar.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.

Stjórn Akureyrarstofu - 273. fundur - 07.03.2019

Umræður um með hvaða hætti Akureyrarbær getur sýnt frumkvæði í samvinnu við stoðstofnanir og ríkisstofnanir þegar kemur að verkefnum í stefnumótandi byggðaáætlun.



Allar upplýsingar um byggðaáætlun er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar.

https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/byggdaaaetlun/byggdaaaetlun-2017-2023
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum í samstarfi við stoðstofnanir að gera áætlun um með hvaða hætti Akureyrarbær hyggst sýna frumkvæði í verkefnum er tengjast stefnumótandi byggðaáætlun. Þá óskar stjórn eftir upplýsingum um stöðu ríkisstarfa án staðsetningar og stöðu á skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er varðar verðjöfnun á flugvélaeldsneyti á millilandaflugvöllum landsins.

Bæjarráð - 3694. fundur - 27.08.2020

Rætt um endurskoðun gildandi byggðaáætlunar. Hluti af endurskoðunarferlinu er samráðsgátt sem sett hefur verið upp á heimasíðu byggðastofnunar.