Boð um heimsókn á Flugsafn Íslands

Málsnúmer 2019030055

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 273. fundur - 07.03.2019

Boð frá Gesti Einari Jónassyni safnstjóra Flugsafns Íslands þar sem stjórn Akureyrarstofu er boðið í heimsókn á safnið til að kynna sér þá blómlegu starfsemi sem fram fer í safninu m.a. í tengslum við nám flugvirkjanema.

Á móti stjórn Akureyrarstofu tóku Gestur Einar Jónasson safnstjóri og Hörður Geirsson formaður stjórnar safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar forsvarsmönnum Flugsafnsins fyrir góðar móttökur og fræðandi leiðsögn um safnið.