Grímseyjargata 2 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110299

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Erindi dagsett 7.nóvember 2023 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Búvís ehf. leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að aka beint út á Grímseyjargötu frá fyrirhugaðri bílaþvottastöð í vesturenda húsnæðis við Grímseyjargötu 2.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til að umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs og Hafnasamlags Norðurlands liggur fyrir.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram að nýju fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsett 7. nóvember 2023 f.h. Búvís ehf. um hvort heimilt sé að aka beint út á Grímseyjargötu frá fyrirhugaðri bílaþvottastöð í vesturenda húsnæðis við Grímseyjargötu 2. Eru jafnframt lagðar fram umsagnir umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar og Hafnasamlags Norðurlands.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.