Ytri-Varðgjá - umsagnarbeiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna hótelbyggingar

Málsnúmer 2023061168

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Erindi dagsett 21. júní 2023 þar sem Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Akureyrarbæjar um drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum.

Umsagnarfrestur er veittur til 19. júlí 2023.

Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Erindi dagsett 9. nóvember 2023 þar sem Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Akureyrarbæjar um tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum. Umsagnarfrestur er veittur til 21. desember 2023. Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur en bendir jafnframt á eftirfarandi:

Hótelbygging á umræddum stað mun vafalítið auka umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda um Leirustíg. Því er brýnt að Vegagerðin flýti áætluðu hringtorgi á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Eyjafjarðarbrautar eystri og göngubrú yfir Eyjafjarðará meðfram Leirubrú. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að Eyjafjarðarsveit haldi áfram með stíginn sem verið er að leggja meðfram Leiruvegi svo ná megi öruggri tengingu yfir þjóðveginn að Vaðlaskógi, Skógarböðunum og fyrirhuguðu hóteli.