Rangárvellir - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023101100

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Erindi dagsett 23. október 2023 þar sem Rut Kristinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla. Breytingin felur í sér stofnun nýrrar lóðar austan núverandi lóðar Landsnets.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samráði við umsækjanda.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla sem felur í sér afmörkun nýrrar 4.029 fm lóðar, Rangárvellir 6, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 15. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3545. fundur - 07.05.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla sem felur í sér afmörkun nýrrar 4.029 fm lóðar, Rangárvellir 6, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 15. nóvember 2023.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.