Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3513. fundur - 21.06.2022

Rætt um nýsamþykkta umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og umgengni á lóðum í bæjarlandinu að ósk bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:

Umhverfis og mannvirkjasviði er falið að bæta sjötta kaflanum um umgengni og þrifnað utanhúss við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana svo að nýju fyrir bæjarstjórn. Í framhaldi af þeirri vinnu verði tekið á vandanum við gerð aðgerðaáætlunar stefnunnar.

Bókun frá umhverfis- og mannvirkjaráði frá 11. febrúar þar sem ráðið óskar eftir því að upplýsinga sé aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins verði tekin fyrir í nýju umhverfis- og mannvirkjaráði og nýju skipulagsráði og vinnan kláruð í framhaldinu eða sett í forgang í nýrri starfsáætlun.Auk hennar tók til máls Gunnar Líndal Sigurðsson L-lista.


Forseti gerði fimm mínútna hlé á fundi.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir tók aftur til máls eftir fundarhlé og lagði til eftirfarandi tillögu að sameiginlegri breyttri bókun:

Bæjarstjórn felur umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Í framhaldi verði verkefninu komið fyrir í aðgerðaáætlun stefnunnar. Bæjarstjórn áréttar bókun frá umhverfis- og mannvirkjaráði frá 11. febrúar sl. þar sem ráðið óskaði eftir því að upplýsinga væri aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins og felur nýju umhverfis- og mannvirkjaráði sem og nýju skipulagsráði að fylgja málinu eftir.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.


Umhverfis- og mannvirkjaráð - 141. fundur - 20.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi kostnaðargreiningu aðgerðaráætlunar Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Rætt var um drög að aðgerðaráætlun og stefnt að því að leggja hana fram til samþykktar í ágúst 2023.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 147. fundur - 10.10.2023

Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. júní 2022:


Bæjarstjórn felur umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Í framhaldi verði verkefninu komið fyrir í aðgerðaáætlun stefnunnar. Bæjarstjórn áréttar bókun frá umhverfis- og mannvirkjaráði frá 11. febrúar sl. þar sem ráðið óskaði eftir því að upplýsinga væri aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins og felur nýju umhverfis- og mannvirkjaráði sem og nýju skipulagsráði að fylgja málinu eftir.


Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bæta kafla um umgengni og þrifnað utanhúss við umhverfis- og loftslagsstefnuna og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 ber sveitarfélögum skylda til að setja sér loftslagsstefnu og innleiða aðgerðir samkvæmt henni. Nú vinnur Akureyrarbær ekki í samræmi við þau lög, þar sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti umhverfis- og loftslagsstefnu í maí árið 2022 en enn hefur aðgerðaáætlun ekki litið dagsins ljós. Þar sem slík aðgerðaáætlun var ekki samþykkt fyrir árið 2023 hefur augljóslega ekki verið unnið markvisst að aðgerðum stefnunnar. Að sjálfsögðu þyrfti slík aðgerðaáætlun að vera samþykkt í bæjarstjórn fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, ef ætlunin er að vinna eftir henni.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Lagður fram til kynningar og umræðu sjötti kafli í umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður úrgangsmála hjá Akureyrarbæ sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð samþykkir að bæta kafla um umgengni og þrifnað utanhúss við umhverfis- og loftslagsstefnuna og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarráð - 3822. fundur - 12.10.2023

Lagður fram nýr sjötti kafli í umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar. Umhverfis- og loftslagsstefnan var samþykkt í maí 2022 en bæjarstjórn fól síðan umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að bæta framlögðum kafla við umhverfis- og loftslagsstefnuna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. október 2023:

Lagður fram nýr sjötti kafli í umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar. Umhverfis- og loftslagsstefnan var samþykkt í maí 2022 en bæjarstjórn fól síðan umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að bæta framlögðum kafla við umhverfis- og loftslagsstefnuna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að bæta framlögðum kafla við umhverfis- og loftslagsstefnuna.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Þökkum fyrir fína vinnu við gerð 6. kafla. Til að ná árangri við að taka á umgengni og þrifnaði utan húss þá er mikilvægt að aðgerðir við 6. kafla verði unnar í víðtæku samráði umhverfis- og mannvirkjasráðs, skipulagsráðs og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Minnum enn og aftur á að samþykkt var þann 2. mars síðastliðinn að formanni bæjarráðs yrði falið að koma á sameiginlegum fundi með fyrrgreindum aðilum þar sem sameiginleg verkefni yrðu rædd.

Fylgiskjöl:

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 150. fundur - 07.11.2023

Lögð fram aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2023-2026


Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir árin 2023-2026 að viðbættri aðgerð vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum.


Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar því að nú liggi fyrir aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir Akureyrarbæ. Settar eru fram fjölmargar aðgerðir, stórar og smáar, sumar eru þegar komnar vel á veg en aðrar krefjast mikils fjármagns eða samvinnu við ríki og nágrannasveitarfélög og mun taka tíma að hrinda þeim í framkvæmd. Akureyrarbær hefur verið í fremstu röð á mörgum sviðum umhverfismála svo sem varðandi gjaldfrjálst strætókerfi, flokkun á sorpi, moltuvinnslu úr lífrænum úrgangi, metanvinnslu og margt fleira og er markmiðið að svo verði áfram. Starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Vistorku og öðrum sérfræðingum er þökkuð mikil og góð vinna við aðgerðaáætlunina.

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Lögð fram aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2023-2026.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar og leggja áætlunina fyrir bæjarráð að nýju.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn í maí árið 2022, þá lágu fyrir drög að aðgerðaáætlun. Það er miður að nú sé að ljúka annarri fjárhagsáætlun frá því að stefnan var samþykkt og aðgerðaáætlun hennar enn ekki samþykkt, þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3836. fundur - 01.02.2024

Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3837. fundur - 08.02.2024

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026.