Gilsbakkavegur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022080413

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Erindi dagsett 11. ágúst 2022 þar sem Bjarni Reykjalín sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Gilsbakkaveg. Fyrirhuguð er stækkun á byggingarreit til norðurs fyrir 37,5 m² viðbyggingu á einni hæð fyrir vinnustofu með svölum á þaki. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir ásamt greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 1a, 3 og 3b og Gilsbakkavegar 3 þegar fullnægjandi skipulagsgögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.