Deiliskipulag miðbæjar - textabreyting varðandi byggingarleyfi

Málsnúmer 2022080697

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Með breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 7. apríl 2015 var bætt inn ákvæði um að allar umsóknir um byggingarleyfi er varða útlit, form eða innra skipulag skuli leggja fyrir skipulagsráð til samþykktar.

Umrætt ákvæði varðar 3. mgr. í gr. 5.3 í greinargerð og er eftirfarandi:

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta."

Skipulagsfulltrúi leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulaginu og ákvæðið verði sem hér segir:

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins er varða útlit og/eða form nýbygginga skulu lagðar fyrir skipulagsráð sem metur þessa hluti sérstaklega áður en framlagning aðaluppdrátta er heimiluð."
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.