Dalvíkurlína - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Sindra Kristjánssonar.
Eggert Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.
Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:

Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða skipulags- og matslýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Lögð fram drög Verkís verkfræðistofu að tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2.

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Rarik, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn - 3514. fundur - 06.09.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. ágúst 2022:

Lögð fram drög Verkís verkfræðistofu að tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Rarik, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að í ferli skipulagsbreytingar verði sérstaklega skoðað hvort lagning Dalvíkurlínu 2 í jörðu hafi áhrif á möguleika þess að hluti Blöndulínu 3 fari í jörðu.

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Mílu og Hafrannsóknastofnun.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. október 2022:

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Mílu og Hafrannsóknastofnun.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlynur Jóhannesson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að breytingartillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Akureyrarbær er landlítið sveitarfélag og því nauðsynlegt að nýta landið sem best. Bæjarstjórn telur mikilvægt að Landsnet greini sérstaklega hvort lagning Dalvíkurlínu 2 í jörðu hafi áhrif á möguleika þess að hluti Blöndulínu 3 fari í jörðu innan bæjarmarka Akureyrar. Takmarki Dalvíkurlína slíka möguleika er mikilvægt að Landsnet leggi fram áætlun um það hvernig stefnu stjórnvalda um lagningu jarðstrengja innan þéttbýlis verði fylgt.

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Tillagan er lögð fram með breytingum varðandi legu strengsins meðfram frístundabyggð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3523. fundur - 07.02.2023

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Tillagan er lögð fram með breytingum varðandi legu strengsins meðfram frístundabyggð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 lauk þann 12. ágúst sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Norðurorku og Hörgársveit.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3533. fundur - 19.09.2023

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. september 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 lauk þann 12. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Norðurorku og Hörgársveit.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.