Efnisflutningur um útivistarstíg og reiðleið að Golfklúbbi Akureyrar

Málsnúmer 2016090144

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 22. september 2016 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd framkvæmdadeildar óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um afnot af göngu- og reiðleið til efnisflutninga að golfvelli. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með þeim takmörkunum að notkun miðist við kl. 07:00 til 17:00 virka daga. Tilkynna skal hestamannafélögum fyrirhugaða notkun á reiðleið. Merkja skal vinnusvæði í samræmi við framkvæmdir.


Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 22. september 2016 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd framkvæmdadeildar óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um afnot af göngu- og reiðleið til efnisflutninga að golfvelli.

Skipulagsnefnd samþykkti erindið 28. september 2016.

Hestamannafélagið Léttir óskar eftir hjáleið meðan á efnisflutningunum stendur.
Skipulagsráð fellst á að leið JVI á meðfylgjandi uppdrætti verði notuð sem hjáleið til bráðabirgða, eða þar til efnisflutningum verður lokið eða þörf verður á svæðinu fyrir kirkjugarð.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, óskar eftir upplýsingum um hvort þau tímamörk sem sett voru á umferð um moldarlosunarveg, sunnan golfvallar, með bókun 28. september 2016 skuli standa þrátt fyrir að ný bráðabirgðareiðleið hafi verið lögð um Naustaborgir fram hjá akstursleiðinni.
Þar sem efnisflutningaleiðin er nálægt íbúðarbyggð setur skipulagsráð eftirfarandi tímatakmarkanir. Efnisflutningar eru einungis heimilir:

Virka daga kl. 07:00-21:00.

Um helgar og hátíðisdaga kl. 09:00-17:00.