Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Ingólfur mætti á fundinn útskýrði heildaryfirbragða íbúðarhúsanna við Austurbrú og svaraði fyrirspurnum.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð þakkar Ingólfi fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 636. fundur - 22.06.2017

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2017.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi í tölvupósti dagsettum 9. apríl 2018 þar sem Björn Friðþjófssons fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, og Tréverks, verktaka við Austurbrú 10-12, óskar eftir að fá leyfi til að staðsetja vinnubúðir sunnan við grunn 10-12 á fyrirhugaðri götu milli húsins og hótel lóðar.

Við gerum ráð fyrir að byggingakrani og járnaborð verði milli húsa 6-8 og 10-12 og þegar bílakjallari verður kominn í 10-12 verði hann notaður sem geymsla á byggingatímanum með aðgengi fyrir lyftara.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Erindi dagsett 5. júlí 2018 þar sem Steingrímur Pétursson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um frest á byggingarframkvæmdum við fjölbýlishúsið við Austurbrú 10-12 til 1. júní 2019.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs og byggingarfulltrúa falið að leita nánari skýringa á stöðu mála.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. júlí 2018 þar sem Steingrímur Pétursson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um frest á byggingarframkvæmdum við fjölbýlishúsið Austurbrú 10-12 til 1. júní 2019. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 25. júlí sl. og sviðsstjóra skipulagssviðs og byggingarfulltrúa falið að leita nánari skýringa á stöðu málsins. Var haldinn fundur með verktaka og framkvæmdaraðila þann 27. ágúst sl. Þá er jafnframt lagt fram bréf Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl. dagsett 23. júlí 2018, f.h. eigenda fasteignar að Hafnarstræti 82, þar sem mótmælt er að veittur verði frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð frestar erindinu þar til fyrir liggur samkomulag umsækjanda við lóðarhafa Hafnarstrætis 82 um frágang á lóð hans og lóðarmörkum vegna útgraftar.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Á fundi skipulagsráðs 12. september 2018 var tekið fyrir erindi Steingríms Péturssonar fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, um frest á byggingarframkvæmdum við fjölbýlishúsið Austurbrú 10-12 til 1. júní 2019. Var afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir lægi samkomulag umsækjanda við lóðarhafa Hafnarstrætis 82 um frágang á lóð hans og lóðarmörkum vegna útgraftar. Lögð eru fram tölvupóstsamskipti við umsækjanda og eigendur aðliggjandi lóðar og virðist ljóst að formlegt samkomulag þeirra á milli liggur ekki fyrir þó svo að búið sé að fara í ákveðnar framkvæmdir í samræmi við kröfur eigenda Hafnarstrætis 82.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu erindisins.

Skipulagsráð telur mjög óheppilegt hversu mikið framkvæmdir á svæðinu hafa frestast í ljósi þess að framkvæmdirnar fela í sér rask og óþægindi á aðliggjandi lóðum. Skipulagsráð er meðvitað um að samkomulag liggur ekki fyrir um frágang lóða en í ljósi aðstæðna samþykkir það að veita frest til áframhaldandi framkvæmda til 1. júní 2019.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Lagt fram erindi Steingríms Péturssonar dagsett 24. maí 2019, f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, þar sem óskað er eftir að framkvæmdafrestur á lóðinni Austurbrú 10-12 verði framlengdur til 1. desember 2019.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir framkvæmdafrest til 1. september 2019.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lagt fram erindi Steingríms Péturssonar dagsett 26. ágúst 2019, f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, þar sem óskað er eftir að framkvæmdafrestur á lóðinni Austurbrú 10-12 verði framlengdur um 6 mánuði.
Skipulagsráð samþykkir að veita þriggja mánaða frest.