Raforkulög - umsögn vegna breytinga á kerfisáætlun

Málsnúmer 2014080039

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 185. fundur - 20.08.2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt til kynningar drög að breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður á með ítarlegum hætti, hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Óskað er eftir umsögn um drögin.

Skipulagsnefnd frestar málinu.

Skipulagsnefnd - 186. fundur - 27.08.2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt til kynningar drög að breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður á með ítarlegum hætti, hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Óskað er eftir umsögn um drögin.

Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar fagnar framkomnum tillögum um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og sérstaklega um nauðsyn þess að gerð sé áætlun á landsvísu um uppbyggingu raforkukerfisins, svokallaðri kerfisáætlun.

Skipulagsnefnd tekur undir gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um 9. gr. c. og er lagt til að 5. mgr. þeirrar greinar falli brott. Einnig tekur skipulagsnefnd undir breytingartillögu Sambandsins um breytta og einfaldaða 9. gr. c.

Að mati skipulagsnefndar er staða sveitarfélaga í landinu gagnvart skipulagi flutningskerfa veikt með því að binda hendur þeirra í kerfisáætlun og þó sérstaklega með því að gera þeim að greiða mögulegan mun á uppbyggingu flutningsleiða ef þau leggja til aðrar leiðir en kerfisáætlun gerir ráð fyrir.

Skilgreina þarf betur í frumvarpinu samhengi kerfisáætlunar við aðra áætlanagerð, s.s. landskipulagsstefnu til að sveitarfélög geti mótað sér markvissari heildarstefnu í skipulagsmálum m.a. flutningskerfum raforku og hafi þannig sterkari stöðu gagnvart kerfisáætlunargerð.

Skipulagsnefnd - 192. fundur - 26.11.2014

Erindi dagsett 12. nóvember 2014 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað eftir umsögn Akureyrarbæjar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur), 305. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. nóvember nk. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0372.html

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að vinna sameiginlega umsögn Akureyrarkaupstaðar um bæði frumvarp um breytingu á raforkulögum, 305. mál, og þingsályktunartillögu
um lagningu raflína, 321. mál.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sú umsögn snúi að hvorum texta um sig og tekið verði á eftirfarandi þáttum:

Hvað varðar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum (kerfisáætlun), er mikilvægt að fram komi:

- Frumvarpið hefur tekið breytingum sem eru jákvæðar m.a. gagnvart hagsmunum og kostnaðarþátttöku sveitarfélaga (sbr. bókun nefndarinnar þann 27. ágúst 2014).

- Að mati skipulagsnefndar er staða sveitarfélaga í landinu gagnvart skipulagi flutningskerfa veikt með því að binda hendur þeirra í kerfisáætlun. Mikilvægt er að skilgreint verði ferli áfrýjunar á umsagnarferli og það sé tekið fram í lögunum eða skilgreint í reglugerð hvernig því verður háttað. Enginn sveiganleiki er fyrir hendi í núverandi drögum gagnvart sveitarfélögum varðandi samræmingu skipulagsáætlana vegna verkefna í staðfestri 10 ára kerfisáætlun. Það vekur upp spurningar um hversu réttlætanlegt það sé að gera sveitarstjórnir fortakslaust skyldugar til að taka upp þau verkefni sem tilgreind eru í kerfisáætlun.

- Skilgreina þarf betur í frumvarpinu samhengi kerfisáætlunar við aðra áætlanagerð, s.s. landskipulagsstefnu til að sveitarfélög geti mótað sér markvissari heildarstefnu í skipulagsmálum m.a. á flutningskerfum raforku og hafi þannig sterkari stöðu gagnvart kerfisáætlunargerð. T.d. má nefna að í lögum um samgönguáætlun er ekki að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli samræma skipulagsáætlanir innan tiltekins árafjölda.


Hvað varðar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína er óskað eftir að tekið verði á eftirfarandi þáttum:

- Skipulagsnefnd fagnar framkominni þingsályktunartillögu þar sem kynnt eru drög að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Mikilvægt er að móta skýr viðmið um það hvar t.d. línur skuli fara í jörð og skulu hagsmunir annarra atvinnugreina, framtíð byggðaþróunar, gæði byggðar og flugöryggi skipta þar miklu.

- Skipulagsnefnd telur sérlega mikilvægt að áhersla sé lögð á kosti jarðstrengja innan og í nágrenni við skilgreind þéttbýlismörk. Skipulagsnefnd vill benda á að framtíð línulagna, sérstaklega í og við þéttbýli, í öðrum samanburðarlöndum er í jörðu. Vill skipulagsnefnd í því samhengi benda á sameiginlega tillögu Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar um jarðstrengjaleið í gegnum þéttbýlið og Akureyrarflugvöll sem send var Landsneti þann 2. júlí 2014.

Bæjarráð - 3440. fundur - 04.12.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. nóvember 2014:
Erindi dagsett 12. nóvember 2014 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur), 305. mál, 2014.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. nóvember nk. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0372.html

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að vinna sameiginlega umsögn Akureyrarkaupstaðar um bæði frumvarp um breytingu á raforkulögum, 305. mál, og þingsályktunartillögu
um lagningu raflína, 321. mál.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sú umsögn snúi að hvorum texta um sig og tekið verði á eftirfarandi þáttum:

Hvað varðar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum (kerfisáætlun), er mikilvægt að fram komi:

- Frumvarpið hefur tekið breytingum sem eru jákvæðar m.a. gagnvart hagsmunum og kostnaðarþátttöku sveitarfélaga (sbr. bókun nefndarinnar þann 27. ágúst 2014).

- Að mati skipulagsnefndar er staða sveitarfélaga í landinu gagnvart skipulagi flutningskerfa veikt með því að binda hendur þeirra í kerfisáætlun. Mikilvægt er að skilgreint verði ferli áfrýjunar á umsagnarferli og það sé tekið fram í lögunum eða skilgreint í reglugerð hvernig því verður háttað. Enginn sveiganleiki er fyrir hendi í núverandi drögum gagnvart sveitarfélögum varðandi samræmingu skipulagsáætlana vegna verkefna í staðfestri 10 ára kerfisáætlun. Það vekur upp spurningar um hversu réttlætanlegt það sé að gera sveitarstjórnir fortakslaust skyldugar til að taka upp þau verkefni sem tilgreind eru í kerfisáætlun.

- Skilgreina þarf betur í frumvarpinu samhengi kerfisáætlunar við aðra áætlanagerð, s.s. landskipulagsstefnu til að sveitarfélög geti mótað sér markvissari heildarstefnu í skipulagsmálum m.a. á flutningskerfum raforku og hafi þannig sterkari stöðu gagnvart kerfisáætlunargerð. T.d. má nefna að í lögum um samgönguáætlun er ekki að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli samræma skipulagsáætlanir innan tiltekins árafjölda.

Hvað varðar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína er óskað eftir að tekið verði á eftirfarandi þáttum:

- Skipulagsnefnd fagnar framkominni þingsályktunartillögu þar sem kynnt eru drög að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Mikilvægt er að móta skýr viðmið um það hvar t.d. línur skuli fara í jörð og skulu hagsmunir annarra atvinnugreina, framtíð byggðaþróunar, gæði byggðar og flugöryggi skipta þar miklu.

- Skipulagsnefnd telur sérlega mikilvægt að áhersla sé lögð á kosti jarðstrengja innan og í nágrenni við skilgreind þéttbýlismörk. Skipulagsnefnd vill benda á að framtíð línulagna, sérstaklega í og við þéttbýli, í öðrum samanburðarlöndum er í jörðu. Vill skipulagsnefnd í því samhengi benda á sameiginlega tillögu Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar um jarðstrengjaleið í gegnum þéttbýlið og Akureyrarflugvöll sem send var Landsneti þann 2. júlí 2014.
Akureyrarbær hefur fengið aukafrest til að skila inn umsögn til 8. desember nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn Akureyrarbæjar.