Glerárgata, Torfunefsbryggja - minnisvarði um Súluna EA 300

Málsnúmer 2014080059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 185. fundur - 20.08.2014

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, þar sem hann sækir um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir minnisvarða um Súluna EA-300 við dælustöðina í Hofsbót og jafnframt að skipulagsnefnd ákveði nákvæma staðsetningu. Minnismerkið hefur staðið við Torfunefsbryggju.
Jafnframt er þess óskað að við útfærslu deiliskipulags svæðisins við Torfunefsbryggju verði gert ráð fyrir stað fyrir minnisvarðann.

Skipulagsnefnd leggur til að minnisvarðanum verði komið fyrir austan dælustöðvar til bráðabirgða eða þangað til framkvæmdir hefjast við endanlegan frágang hafnarsvæðisins samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Í þeirri vinnu verði gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu minnisvarðans.

Nákvæm staðsetning til bráðabirgða verði ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og Hafnasamlag Norðurlands.