Hálönd - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014080061

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 185. fundur - 20.08.2014

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Sigurði Sigurðssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 2. áfanga Hálanda. Um er að ræða neðstu götuna ásamt tengingu að hringtorgi við Hrímland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Gunnlaugsson.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við gatnagerð í 2. áfanga Hálanda og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd". Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.