Málsnúmer 2013030067Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni var auglýst aðalskipulagsbreyting "Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu".
Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dagsett 5. mars 2013. Bent er á að hugsanlega gæti komið til aukakostnaðar vegna fjarlægða frá tengingum við stofnlagnir sem muni lenda á byggingaraðilum. Einnig er bent á að á fyrirhuguðu byggingarsvæði eru lagnir sem hugsanlega þurfi að færa og mun sá kostnaður falla á þann er óskar breytinga. Óskað er eftir að sett verði kvöð á svæði núverandi lagna við Kjarnagötu.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 7. mars 2013 sem gerir engar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
Athugasemdir bárust frá:
1) Íbúum við Ásatún 6-8, dagsett 18. apríl 2013 ásamt nafnalista með 29 nöfnum.
2) Hamratúni 4-6 húsfélagi, dagsett 24. júlí 2013.
3) Reykjaprenti ehf., dagsett 24. júlí 2013.
4) Kanon arkitektum, dagsett 8. júlí 2013.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "DSK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".