Hálönd - frístundabyggð, 2. áfangi - lýsing deiliskipulags

Málsnúmer 2013080065

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Erindi dagsett 7. ágúst 2013 frá Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf., f.h SS-Byggis þar sem hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði í landi Hlíðarenda/Hálönd sem samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er merkt 1.43.7F og er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.
Deiliskipulagið er framhald af gildandi deiliskipulagi svæðisins og er 2. áfangi þess.
Einnig er lögð fram skipulagslýsing dagsett 12. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir að lýsingin fái viðeigandi meðhöndlun skipulagsyfirvalda og verði kynnt í framhaldinu sbr. 40. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti málið ásamt Helga Eyþórssyni frá SS-Byggi.

Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda og að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Erindi dags. 7. ágúst 2013 frá Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf, f.h. SS-Byggis þar sem hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði í landi Hlíðarenda/Hálönd sem samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er merkt 1.43.7F og er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.
Deiliskipulagið er framhald af gildandi deiliskipulagi svæðisins og er 2. áfangi þess.
Einnig er lögð fram skipulagslýsing dags. 12. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir að lýsingin fái viðeigandi meðhöndlun skipulagsyfirvalda og verði kynnt í framhaldinu sbr. 40. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti málið ásamt Helga Eyþórssyni frá SS-Byggi.
Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda og að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags 2. áfanga Hálanda var auglýst frá 28. ágúst - 11. september 2013.
Beiðni um umsagnir vegna lýsingar voru sendar eftirtöldum aðilum:
Landsvirkjun, Umhverfisstofnun, Hestamannafélaginu Létti, Heilbrigðiseftirliti NE, Minjastofnun Íslands, KKA, BA, Norðurorku, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun.
Fimm umsagnir bárust um lýsinguna:
1) Vegagerðin, dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 3. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
3) Norðurorka dagsett 9. september 2013.
Lagnir Norðurorku liggja um lönd jarðarinnar Hlíðarenda. Bent er á að gera þarf samkomulag við Norðurorku um viðkomandi lagnaleiðir og mögulegan kostnað af flutningi þeirra. Einnig þarf að tryggja framtíðarmöguleika Norðurorku til að viðhalda umræddum lögnum og nauðsynlegt að kvaðir um það séu tryggðar á skipulagssvæðinu.
4) Skipulagsstofnun dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
5) Umhverfisstofnun dagsett 17. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 12. nóvember 2013.

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Skipulagsnefnd bendir á að þar sem um eignarland er að ræða þarf NO að gera samkomulag við eiganda landsins um  hugsanlegar breytingar á lögnum innan svæðisins. Þær lagnir NO sem liggja í jaðri svæðisins og í helgunarsvæði Hlíðarfjallsvegar eru í bæjarlandi og því utan mannvirkjasvæða skipulagsins. Áhætta vegna hugsanlegra árekstra á þeim svæðum ætti því ekki að vera mikil. Að öðru leyti gefur athugasemdin ekki tilefni til svars.

4) Gefur ekki tilefni til svars.

5) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á stækkun húsa í 2. áfanga sbr. gr. 1.9.3. umfram það sem samþykkt var í 1. áfanga og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Skipulagsstjóri lagði fram endurbætta tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 12. mars 2014.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:

Deiliskipulagstillagan gengur verulega gegn upphaflegum hugmyndum. Stækkun 10 húsa um 60% tel ég ekki ásættanlega. Enn eru óleyst mál varðandi gatnagerðargjöld af byggingum í fyrri áfanga og engin lausn í sjónmáli. Það getur ekki verið eðlilegt að ekki séu greidd gatnagerðargjöld af framkvæmdunum. Því segir skynsemin að staldra skuli við. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.

Bæjarstjórn - 3352. fundur - 18.03.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. mars 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram endurbætta tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf og dags. 12. mars 2014.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:
Deiliskipulagstillagan gengur verulega gegn upphaflegum hugmyndum. Stækkun 10 húsa um 60% tel ég ekki ásættanlega. Enn eru óleyst mál varðandi gatnagerðargjöld af byggingum í fyrri áfanga og engin lausn í sjónmáli. Það getur ekki verið eðlilegt að ekki séu greidd gatnagerðargjöld af framkvæmdunum. Því segir skynsemin að staldra skuli við. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum  gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. mars með athugasemdafresti til 7. maí 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Með tillögunni er lögð fram hljóðskýrsla sem unnin var vegna breytingartillögu akstursíþróttasvæðisins, dagsett 19. apríl 2014.

Óskað var eftir umsögnum frá þrettán aðilum og bárust átta umsagnir.
1) KKA Akstursíþróttafélag dagsett 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Vegagerðin dagsett 4. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Minjastofnun dagsett 14. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
4) Hestamannafélagið Léttir, dagsett 29. apríl 2014. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir göngu- og reiðstíg í gegnum skipulagssvæði Hálanda, sem tengir fyrirhugaðan fólkvang á Glerárdal og hesthúsahverfið Hlíðarholt.
5) Norðurorka, dagsett 2. maí 2014.
Norðurorka vill koma á framfæri að stækkun húsa á svæðinu muni hugsanlega leiða til þess að lagnakerfi þurfa að taka aukinn flutning miðað við upphafsáætlun um stærðir húsa. NO telur þó að umrædd stækkun sé ekki svo mikil að breyta þurfi hönnun núverandi kerfis.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands, dagsett 6. maí 2014.
Gerð var tilraun um nýja skíðaleið frá skíðahóteli að Hálöndum. Skíðaleiðin liggur í gegnum frístundabyggðina sem kallar á endurskoðun skipulags Hálanda. Með því að setja niður bílastæði sunnan við Hlíðarfjallsveg við Hálönd væri hægt að lengja skíðasvæðið umtalsvert.
7) Hlíðarfjall, Guðmundur K. Jónsson forstöðumaður, dagsett 6. maí 2014.
Sama athugasemd og nr. 6.
8) Umhverfisstofnun, dagsett 13. maí 2014. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd vegna tillögunnar.
Engar athugasemdir bárust.

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en vísar því að öðru leyti til endurskoðunar aðalskipulags Akureyrar.

5) Gefur ekki tilefni til svars.

6) Frístundabyggðin í Hálöndum er á skilgreindu eignarlandi og því ekki í eigu Akureyrarbæjar. Skipulag svæðisins er unnið í samráði við eiganda svæðisins og miðað við þá nýtingu sem óskað var eftir. Skipulagsnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að skíðaleiðin verði notuð en þó þannig að hún endi ofan Hálanda.

7) Sjá svar við nr. 6.

8) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 26. mars með athugasemdafresti til 7. maí 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Með tillögunni er lögð fram hljóðskýrsla sem unnin var vegna breytingartillögu akstursíþróttasvæðisins, dags. 19. apríl 2014.

Óskað var eftir umsögnum frá þrettán aðilum og bárust átta umsagnir.
1) KKA Akstursíþróttafélag dags. 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Vegagerðin dags. 4. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Minjastofnun dags. 14. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
4) Hestamannafélagið Léttir dags. 29. apríl 2014. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir göngu- og reiðstíg í gegnum skipulagssvæði Hálanda, sem tengir fyrirhugaðan fólkvang á Glerárdal og hesthúsahverfið Hlíðarholt.
5) Norðurorka dags. 2. maí 2014.
Norðurorka vill koma á framfæri að stækkun húsa á svæðinu muni hugsanlega leiða til þess að lagnakerfi þurfa að taka aukinn flutning miðað við upphafsáætlun um stærðir húsa. NO telur þó að umrædd stækkun sé ekki svo mikil að breyta þurfi hönnun núverandi kerfis.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands dags. 6. maí 2014.
Gerð var tilraun um nýja skíðaleið frá skíðahóteli að Hálöndum. Skíðaleiðin liggur í gegnum frístundabyggðina sem kallar á endurskoðun skipulags Hálanda. Með því að setja niður bílastæði sunnan við Hlíðarfjallsveg við Hálönd væri hægt að lengja skíðasvæðið umtalsvert.
7) Hlíðarfjall, Guðmundur K. Jónsson forstöðumaður dags. 6. maí 2014.
Sama athugasemd og nr. 6.
8) Umhverfisstofnun dags. 13. maí 2014. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd vegna tillögunnar.
Engar athugasemdir bárust.
Svör við umsögnum:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
3) Gefur ekki tilefni til svars.
4) Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en vísar því að öðru leyti til endurskoðunar aðalskipulags Akureyrar.
5) Gefur ekki tilefni til svars.
6) Frístundabyggðin í Hálöndum er á skilgreindu eignarlandi og því ekki í eigu Akureyrarbæjar. Skipulag svæðisins er unnið í samráði við eiganda svæðisins og miðað við þá nýtingu sem óskað var eftir. Skipulagsnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að skíðaleiðin verði notuð en þó þannig að hún endi ofan Hálanda.
7) Sjá svar við nr. 6.
8) Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Lögð fram til kynningar og umræðu umsögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Hlíðarfjalls vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Hálanda í Hlíðarfjalli.
Guðmundur Karl Jónsson sat fundinn undir þessum lið.