Gata sólarinnar, deiliskipulag

Málsnúmer 2013060226

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis við Kjarnaskóg, Götu ljósanna, Götu mánans og Götu sólarinnar, dagsetta 14. ágúst 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Gert er ráð fyrir að eldra deiliskipulag falli úr gildi.
Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 4. júlí 2013.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Svava Þ. Hjaltalín fór af fundi kl. 10:00.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis við Kjarnaskóg, Götu ljósanna, Götu mánans og Götu sólarinnar, dags. 14. ágúst 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Gert er ráð fyrir að eldra deiliskipulag falli úr gildi.
Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 4. júlí 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september með athugasemdarfresti til 16. október í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.

Beiðnir um umsagnir voru sendar til 8 umsagnaraðila: Rarik, Minjastofnunar Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, Eyjafjarðarsveitar, hverfisnefndar Naustahverfis og Hörgársveitar.

Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dagsett 12. september 2013.
Um landið liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku hf., þ.e. háspennulögn og vatnslögn.
Norðurorka ítrekar að ef gera þarf breytingar á ofangreindum lögnum verða þær færðar á kostnað þess sem þeirra óskar.
2) Umhverfisstofnun, dagsett 18. október 2013. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar dagsett 26. september 2013 sem gerir athugasemdir vegna rotþróar og fráveitu. Einnig þarf að athuga hljóðvist vegna fyrirhugaðrar tengibrautar.
2) Úrbótamönnum ehf, dagsett 16. október 2013, en þeir telja að möguleiki þurfi að vera til að stækka grunnflöt húsanna í 110m2 vegna aukinnar eftirspurnar eftir stærri orlofshúsum.

Svör við umsögnum:

1) Tekið skal fram að rafmagnslagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins. Ef til þess kemur að færa þarf vatnslagnir vegna nýs vegstæðis eða annarra lagna NO skal sá kostnaður greiðast af lóðarhafa.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

Svör við athugasemdum:

1) Staðsetning núverandi rotþróar er neðan við svæðið og verður hún stækkuð ef þörf krefur. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að frístundasvæðið verði tengt við fráveitukerfi Akureyrar. Ekki er ljóst hvenær fyrirhuguð tengibraut verður lögð neðan frístundasvæðisins og því ekki ástæða til að gera ráð fyrir hljóðvörnum vegna þessa að svo stöddu.

2) Skipulagsnefnd leggur til að heimild verði gefin fyrir stækkun frístundahúsanna í allt að 110m2 að grunnfleti.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3345. fundur - 05.11.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. október 2013:
Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september með athugasemdarfresti til 16. október í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.

Beiðnir um umsagnir voru sendar til 8 umsagnaraðila: Rarik, Minjastofnunar Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, Eyjafjarðarsveitar, hverfisnefndar Naustahverfis og Hörgársveitar.

Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dags. 12. september 2013.
Um landið liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku hf, þ.e. háspennulögn og vatnslögn.
Norðurorka ítrekar að ef gera þarf breytingar á ofangreindum lögnum verða þær færðar á kostnað þess sem þeirra óskar.
2) Umhverfisstofnun, dags. 18. október 2013. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar dags. 26. september 2013 sem gerir athugasemdir vegna rotþróar og fráveitu. Einnig þarf að athuga hljóðvist vegna fyrirhugaðrar tengibrautar.
2) Úrbótamönnum ehf, dags. 16. október 2013, en þeir telja að möguleiki þurfi að vera til að stækka grunnflöt húsanna í 110m2 vegna aukinnar eftirspurnar eftir stærri orlofshúsum.
Svör við umsögnum:
1) Tekið skal fram að rafmagnslagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins. Ef til þess kemur að færa þarf vatnslagnir vegna nýs vegstæðis eða annarra lagna NO skal sá kostnaður greiðast af lóðarhafa.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
Svör við athugasemdum:
1) Staðsetning núverandi rotþróar er neðan við svæðið og verður hún stækkuð ef þörf krefur. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að frístundasvæðið verði tengt við fráveitukerfi Akureyrar. Ekki er ljóst hvenær fyrirhuguð tengibraut verður lögð neðan frístundasvæðisins og því ekki ástæða til að gera ráð fyrir hljóðvörnum vegna þessa að svo stöddu.
2) Skipulagsnefnd leggur til að heimild verði gefin fyrir stækkun frístundahúsanna í allt að 110m2 að grunnfleti.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 191. fundur - 12.11.2014

Erindi dagsett 27. október 2014 frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kjarnabyggð, þar sem gerð er athugasemd við að ekki hafi verið leitað umsagnar félagsins við gerð deiliskipulags 2. áfanga orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar og að ekkert samráð eða kynning hafi átt sér stað.

Skipulagslýsing vegna tveggja breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar var auglýst þann 5. júní 2013 á vef Akureyrarbæjar. Tilllaga að aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar sumarbústaðasvæðisins norðan Kjarnalundar var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 14. ágúst 2013, þar sem m.a. kom fram að hægt væri að gera athugasemdir við tillöguna innan sex vikna frá birtingu auglýsingar.

Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu með athugasemdafresti til 16. október 2013. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.

Því er ljóst að farið var að gildandi reglum um auglýsingu skipulags sem er í samræmi við lög og reglugerðir. Bent er á að umrætt svæði var skilgreint sem íbúðasvæði og því alltaf gert ráð fyrir byggð ofan orlofsbyggðarinnar. Hluta þess svæðis var síðan breytt í orlofssvæði sem er utan lóðar núverandi orlofsbyggðar og ætti því ekki skerða gæði núverandi byggðar.