Klettagerði 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2013060092

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Erindi dagsett 6. júní 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Andra Teitssonar sendir inn fyrirspurn vegna stækkunar að Klettagerði 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 161. fundur - 17.07.2013

Erindi dagsett 6. júní 2013, þar sem Logi Már Einarsson f.h. Andra Teitssonar sendi inn fyrirspurn vegna stækkunar að Klettagerði 4, var sent í grenndarkynningu 13. júní 2013 og lauk henni 11. júlí 2013.
Ein athugasemd barst frá Erni Inga Gíslasyni Klettagerði 6.
Athugasemdir eru gerðar sem tengjast umfangi, stærð viðbyggingar, skuggavarpi og ferli málsins.

Skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum varðandi skuggavarp af fyrirhugaðri viðbyggingu vegna nálægðar við Klettagerði 6, miðað við núverandi aðstæður á þeirri lóð.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Erindi dagsett 6. júní 2013, þar sem Logi Már Einarsson f.h. Andra Teitssonar sendi inn fyrirspurn vegna stækkunar að Klettagerði 4, var sent í grenndarkynningu 13. júní 2013 og lauk henni 11. júlí 2013.
Ein athugasemd barst frá Erni Inga Gíslasyni Klettagerði 6.
Athugasemdir eru gerðar sem tengjast umfangi, stærð viðbyggingar, skuggavarpi og ferli málsins.
Skipulagsnefnd óskaði eftir upplýsingum varðandi skuggavarp af fyrirhugaðri viðbyggingu vegna nálægðar við Klettagerði 6, miðað við núverandi aðstæður á þeirri lóð og bárust þau gögn 12. ágúst sl.

Skipulagsnefnd telur að miðað við fyrirliggjandi gögn ætti viðbygging við Klettagerði 4 ekki að valda óþarfa skuggavarpi inná lóð Klettagerðis 6.

Skipulagsnefnd tekur því jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.