Fjaran og Innbærinn - Endurskoðun deiliskipulags(SN090099)

Málsnúmer 2009090082

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 29. apríl 2009 að undirbúa endurskoðun deiliskipulags af Innbænum og Fjörunni með áherslu á verndun þeirrar gömlu byggðar sem þar er.
Logi Már Einarsson og Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu ehf. komu á fundinn og kynntu stöðu verkefnisins.

Skipulagsnefnd þakkar Kollgátu fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 129. fundur - 16.12.2011

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dagsetta 14. desember 2011 unna af Kollgátu ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dags. 14. desember 2011 unna af Kollgátu ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins sem nú er í gildi. Tillagan er dagsett 25. janúar 2012 og unnin af Kollgátu ehf, sem einnig kynnti tillöguna.
Einnig fylgir skipulagslýsing dagsett 14. desember 2011 sem kynnt var frá 28. desember til 23. janúar 2012. Jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar dagsett 19. janúar liggur fyrir. Engar ábendingar frá íbúum bárust.

Skipulagsnefnd þakkar Kollgátu fyrir kynninguna. Húsafriðunarnefnd mun gefa umsögn um auglýsta deiliskipulagstillögu á auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um deiliskipulagstillöguna í febrúar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leyti.

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Skipulagsstjóri lagði fram drög að húsakönnun vegna deiliskipulags Fjörunnar og Innbæjarins sem nú er í vinnslu. Húsakönnunin er unnin af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt í samvinnu við Hönnu Rósu Sveinsdóttur frá Minjasafninu á Akureyri og kynntu þau drögin.

Skipulagsnefnd þakkar Hjörleifi Stefánssyni og Hönnu Rósu Sveinsdóttur fyrir góða og gagnlega kynningu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins. Tillagan er dagsett 25. apríl 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dagsett 14. desember 2011, var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir að halda opinn kynningarfund um tillöguna fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 17:00 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu.
Afgreiðslu málsins er frestað.

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins frá 1986. Tillagan er dagsett 23. maí 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dagsett 14. desember 2011 var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012. Engar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en 12 beiðnir hafa borist í samráðsferlinu um breytingar á ýmsum þáttum skipulagsins.
Einnig fylgir húsakönnun unnin af Gullinsniði ehf. og Minjasafninu.
Íbúafundur var haldinn í bæjarstjórnarsal þann 10. maí 2012 þar sem tillagan var kynnt og fyrirspurnum svarað.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan, með vísun í lið nr. 1 og 2, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi fór af fundinum.

Bæjarstjórn - 3322. fundur - 05.06.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins frá 1986. Tillagan er dags. 23. maí 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dags. 14. desember 2011 var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012. Engar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en 12 beiðnir hafa borist í samráðsferlinu um breytingar á ýmsum þáttum skipulagsins.
Einnig fylgir húsakönnun unnin af Gullinsniði ehf og Minjasafninu.
Íbúafundur var haldinn í bæjarstjórnarsal þann 10. maí 2012 þar sem tillagan var kynnt og fyrirspurnum svarað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan, með vísun í lið nr. 1 og 2, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í fyrirliggjandi tillögu um deiliskipulag Innbæjarins er ekki gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir endurvinnslugáma innan skipulagssvæðis. Ég tel það ekki vera í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um sorphirðu bæjarins og legg til að tillögunni verði vísað aftur til skipulagsnefndar.

Tillaga Guðmundar Baldvins Guðmundssonar var borin upp og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Tillagan var auglýst þann 13. júní og var athugasemdafrestur til 26. júlí 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Sjö athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum bréfum koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir dags. 22.8.2012".
Umsagnir bárust frá:
1) Húsafriðunarnefnd dagsett 7. ágúst 2012.
Mælst er til að kveðið verði á um hverfisvernd í skilmálum deiliskipulagsins í samræmi við húsakönnun.
2) Vegagerðin dagsett 11. júlí 2012.
Engar athugasemdir eru gerðar.

Innkomnar athugasemdir og umsagnir lagðar fram.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi var auglýst þann 13. júní og var athugasemdafrestur til 26. júlí 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Sjö athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum bréfum og svör koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Umsagnir bárust frá:
1) Húsafriðunarnefnd dagsett 7. ágúst 2012.
2) Vegagerðinni dagsett 11. júlí 2012.

Tekið er tillit til hluta athugasemda. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012"

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi M. Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:

Í framhaldi af umræðum óska ég eftir að ákvæði um hús- og hverfisvernd verði skilgreind nánar í samræmi við starfsmarkmið sem fram koma í kafla 2.2.4 í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.


Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi var auglýst þann 13. júní og var athugasemdafrestur til 26. júlí 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Sjö athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum bréfum og svör koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Umsagnir bárust frá:
1) Húsafriðunarnefnd dags. 7. ágúst 2012.
2) Vegagerðinni dags. 11. júlí 2012.
Tekið er tillit til hluta athugasemda. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tryggvi M. Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:
Í framhaldi af umræðum óska ég eftir að ákvæði um hús- og hverfisvernd verði skilgreind nánar í samræmi við starfsmarkmið sem fram koma í kafla 2.2.4 í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.