Kleifargerði 4 - umsókn um leyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2012030087

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Tómas Búi Böðvarsson f.h. Tómasar Sæmundssonar óskar eftir grenndarkynningu á fyrirhugaðri byggingu sólskála við húsið að Kleifargerði 4. Meðfylgjandi eru drög að byggingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Tómas Búi Böðvarsson f.h. Tómasar Sæmundssonar óskar eftir grenndarkynningu á fyrirhugaðri byggingu sólskála við húsið að Kleifargerði 4. Meðfylgjandi eru teikningar.
Tillagan var grenndarkynnt þann 15. mars og lauk 12. apríl 2012. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.