Súluvegur - metangasleiðsla NO - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2012040032

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Mannvit ehf. fh. Norðurorku hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 1. apríl 2012 um framkvæmd vegna fyrirhugaðrar metangasleiðslu meðfram Súluvegi, skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangredum lögum.
Umsögnin skal send Skipulagsstofnun fyrir 24. apríl 2012.

Skipulagsnefnd telur að framkvæmdir vegna lagningar metangasleiðslu og rask henni fylgjandi séu óverulegar og afturkræfar og skulu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. 

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Innkomið bréf dagsett 16. maí 2012 þar sem tilkynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu gaslagnar vegna metanvinnslu á Glerárdal.
Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að gaslögn vegna metanvinnslu á Glerárdal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (sbr. 25. gr. laga nr. 131/2011). Kærufrestur er til 21. júní 2012.

Lagt fram til kynningar.