Rangárvellir - deiliskipulagsbreyting á reit 1.42.10 I

Málsnúmer 2011040021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 112. fundur - 13.04.2011

Erindi dagsett 5. apríl 2011 frá Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi á svæði Gámaþjónustunnar við Hlíðarfjallsveg. Breytingin felst í tilfærslu móttöku- og flokkunarsvæða innan lóðar, fækkun húsa, lækkun nýtingarhlutfalls og jarðvegsmön í stað girðingar á lóðarmörkum að hluta.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á breytingar á nýtingarhlutfalli. Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi móttekin 19. janúar 2012.
Helstu breytingar frá núgildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:
1. Gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi er hliðrað uþb. 28 m til austurs.
2. Byggingarreitir eru sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.
3. Jarðvegsmön verður komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram Hlíðarfjallsvegi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarstjórn - 3316. fundur - 07.02.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. janúar 2012:
Erindi dags. 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf, kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi móttekin 19. janúar 2012.
Helstu breytingar frá núgildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:
1. Gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi er hliðrað uþb. 28 m til austurs.
2. Byggingarreitir eru sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.
3. Jarðvegsmön verður komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram Hlíðarfjallsvegi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst.
1) Hildur Hrólfsdóttir f.h. Landnets hf. vekur athygli á eftirfarandi þáttum:
a) Stæða nr. 602 í Kröflulínu stendur innan girðingar á lóð Gámafélagsins og mjög nærri fyrirhugaðri veglínu. Landsnet gerir kröfu um að öryggi stæðunnar verði tryggt gagnvart umferð um svæðið.
b) Lögð er áhersla á að helgunarsvæði línunnar verði virt, vegna öryggis þeirra sem um lóðina fara og rekstraröryggis línunnar.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.

Ekki eru ráðgerðar neinar breytingar á helgunarsvæði línunnar í tillögunni. Lóðarhafa ber að tryggja öryggi stæðunnar nr. 602 gagnvart umferð innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Erindi dags. 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf, kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Ekki eru ráðgerðar neinar breytingar á helgunarsvæði línunnar í tillögunni. Lóðarhafa ber að tryggja öryggi stæðunnar nr. 602 gagnvart umferð innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.