Skipulagsnefnd

110. fundur 09. mars 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Auður Jónasdóttir
  • Pálmi Gunnarsson varamaður
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri byggingareftirlits
Dagskrá

1.Starfsáætlun skipulagsdeildar 2011 - 2014.

Málsnúmer 2011030018Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að starfsáætlun skipulagsdeildar árin fyrir 2011 - 2014.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu starfsáætlunar 2011-2014.

Eva Reykjalín Elvarsdóttir L-lista mætti á fundinn kl. 08:53.
Sigurður Guðmundsson A-lista fór af fundi kl. 09:00 og á fundinn kom Pálmi Gunnarsson A lista.

2.Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld og gjöld skv. skipulagslögum og lögum um mannvirki.

Málsnúmer 2011030003Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna nýrra heimilda til gjaldtöku í skipulagslögum og mannvirkjalögum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöldum verði samþykkt.

3.Hlíðarendi - verslunar- og þjónustusvæði - deiliskipulag.

Málsnúmer 2010090138Vakta málsnúmer

Deiliskipulagstillagan var auglýst þann 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010.
Tekið fyrir að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 2. feb. 2011 við yfirferð á innsendum gögnum. Tekið var tillit til athugasemda sem fram komu í bréfinu og gögnin lagfærð. Breytingarnar eru taldar upp í greinargerð.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

4.Síðubraut - umsókn um lóð.

Málsnúmer 2011030019Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. mars 2011 frá Gunnari H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Rangárvöllum 2, sækir um lóð fyrir spennistöð vestan Síðubrautar og norðan Hlíðarfjallsvegar. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

5.Langholt 2 - umsókn um lóð.

Málsnúmer 2011030012Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. mars 2011 frá Gunnari H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Rangárvöllum 2, sækir um lóð fyrir spennistöð við Langholt, norðan Undirhlíðar 1 - 3. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Frestað.

6.Undirhlíð 1-3. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2011030057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. mars 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir að kvöð í deiliskipulagi um lágmarksaldur eigenda og/eða íbúa fjölbýlishúss (F1) við Undirhlíð verði lækkuð úr 55 árum í 50 ár.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skólanefndar um breytingartillöguna.

7.Miðholt 4 - Fyrirspurn um leyfi fyrir bílskúr.

Málsnúmer 2011020124Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. febrúar 2011 þar sem Jón Ingi Guðmundsson leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir 40 m² bílgeymslu á lóð hans að Miðholti 4. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd frestar erindinu. Óskað er eftir nánari upplýsingum um hæðarsetningu fyrirhugaðs bílskúrs og samþykki eigenda Miðholts 6 fyrir breytingunni.

8.Sólskógar ehf. - ósk um leyfi til búsetu í húsnæði í Gróðrarstöðinni í Kjarnaskógi.

Málsnúmer 2011020126Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. febrúar 2011 frá Katrínu Ásgrímsdóttur og Gísla Guðmundssyni f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sem sækja um að fá að breyta skrifstofuhúsnæði á lóð Gróðrarstöðvarinnar Sólskóga í Kjarnaskógi í íbúðarhúsnæði til fastrar búsetu.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæði Gróðrarstöðvarinnar Sólskóga skilgreint sem "opið svæði til sérstakra nota". Samkvæmt gr. 4.12 í skipulagsreglugerð er ekki gert ráð fyrir fastri búsetu á slíkum svæðum. 

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

9.Jaðar - umsókn um viðbótarlóð.

Málsnúmer 2011030064Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. mars 2011 þar sem Halldór M. Rafnsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580196-7169, sækir um stækkun á vallarsvæði golfvallarins til norðurs og austurs skv. nýju deiliskipulagi Jaðarsvallar sem var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Skipulags- og byggingarskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Verkefnastjóra lóðaskráningar er falið að gera breytingu á lóðarsamningi.

10.Hrafnagilsstræti/Þórunnarstræti - umferðarmál.

Málsnúmer 2011020053Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstíma þ. 17. febrúar þar sem Elmar Arnarson, Hrafnagilsstræti 31, 600 Akureyri, greinir frá áhyggjum af umferðarhraða um Hrafnagilsstræti og leggur til að hraðahindrunum verði fjölgað í götunni.

Skipulagsnefnd bendir á að Hrafnagilsstræti er skilgreind sem 30 km gata. Einnig eru 3 hraðahindranir í götunni og umferðarljós með hraðahindrunum á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis. Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við gatnamót Mýrarvegar, að hraði í götunni verði mældur og að skoðaður verði kostnaður við uppsetningu 5 hraðamyndavéla í bænum.

11.Tjarnartún - umferðarmál og sorphirða.

Málsnúmer 2011020055Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstíma þ. 17. febrúar og 24. febrúar 2011 þar sem Hjördís Jónsdóttir og Kristján Ólafsson, Tjarnartúni 9, vilja að létt verði á umferðinni um Tjarnartún sem þau telja vera of mikla og of hraða. Gatan er skilgreind 30 km gata. Þau benda á að nauðsynlegt sé að kannað verði hvort ekki megi gera úrbætur áður en hverfið byggist frekar upp og þá helst þannig að akstursleiðum út úr hverfinu verði fjölgað.

Samkvæmt deiliskipulagi Naustahverfis er gert ráð fyrir tveimur innkeyrslum í þennan hluta hverfisins frá Naustagötu þ.e. um Tjarnartún og Vallartún auk innkeyrslu frá Kjarnagötu. Samkvæmt því ætti umferð að dreifast jafnt um hverfið sem ætla má að sé fyrst og fremst vegna umferðar íbúa í grennd við umræddar götur.

Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við Naustagötu og óskar jafnframt eftir áætlun um uppsetningu hliða og annarra aðgerða vegna 30 km hverfa í bænum.

12.Skipagata 12 - skilti án leyfis - dagsektir.

Málsnúmer 2010120056Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 7. desember 2010 og 21. febrúar 2011 til Hymis ehf., kt. 621292-3589, eiganda Skipagötu 12. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingu frá aðila sem ekki er með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um  50.000 kr. dagsektir verði samþykkt.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011.

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dags. 2. mars 2011.
Skipulagsstjóri lagði fram fundargerð 338. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011.

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dags. 23. febrúar 2011.
Skipulagsstjóri lagði fram fundargerð 337. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.