Undirhlíð 1-3. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2011030057

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Erindi dags. 7. mars 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir að kvöð í deiliskipulagi um lágmarksaldur eigenda og/eða íbúa fjölbýlishúss (F1) við Undirhlíð verði lækkuð úr 55 árum í 50 ár.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skólanefndar um breytingartillöguna.

Skólanefnd - 7. fundur - 21.03.2011

Erindi dags. 7. mars 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, óskar eftir að kvöð í deiliskipulagi um lágmarksaldur eigenda og/eða íbúa fjölbýlishúss (F1) við Undirhlíð verði lækkaður úr 55 árum í 50 ár. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 9. mars 2011 að vísa erindinu til umsagnar skólanefndar.

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Skipulagsnefnd - 111. fundur - 30.03.2011

Erindi dagsett 7. mars 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir að kvöð í deiliskipulagi um lágmarksaldur eigenda og/eða íbúa fjölbýlishúss (F1) við Undirhlíð verði lækkuð úr 55 árum í 50 ár.
Borist hefur jákvæð umsögn skólanefndar frá 21. mars 2011.

Meirihluti skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að deiliskipulagsbreytingu sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga sem síðar verði lögð fyrir nefndina. Auður Jónasdóttir (V-lista) sat hjá við afgreiðslu. Sigurður Guðmundsson (A-lista) óskar bókað: Finnst afgreiðslan varhugaverð en nauðsynleg í ljósi markaðsaðstæðna.

 

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíð - Miðholt. Breytingin felst í breytingu á kvöð um aldur eigenda í húsgerð F1 úr 55 ára í 50 ára. Tillagan er unnin af Kollgátu og dagsett 1. maí 2011.

Um er að ræða breytingu á kvöð sem Akureyrarbær setti á húsin og liggur fyrir samþykki eigenda eigna Undirhlíðar 1 og 3 fyrir breytingu á kvöðinni um lækkun á aldri eigenda í húsinu.
Í ljósi þessa leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Pálmi Gunnarsson (A) sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. maí 2011:
Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíð - Miðholt. Breytingin felst í breytingu á kvöð um aldur eigenda í húsgerð F1 úr 55 ára í 50 ára. Tillagan er unnin af Kollgátu og dags. 1. maí 2011.
Um er að ræða breytingu á kvöð sem Akureyrarbær setti á húsin og liggur fyrir samþykki eigenda eigna Undirhlíðar 1 og 3 fyrir breytingu á kvöðinni um lækkun á aldri eigenda í húsinu.
Í ljósi þessa leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Pálmi Gunnarsson A-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Logi Már Einarssonar S-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.