Hrafnagilsstræti/Þórunnarstræti - umferðarmál

Málsnúmer 2011020053

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstíma þ. 17. febrúar þar sem Elmar Arnarson, Hrafnagilsstræti 31, 600 Akureyri, greinir frá áhyggjum af umferðarhraða um Hrafnagilsstræti og leggur til að hraðahindrunum verði fjölgað í götunni.

Skipulagsnefnd bendir á að Hrafnagilsstræti er skilgreind sem 30 km gata. Einnig eru 3 hraðahindranir í götunni og umferðarljós með hraðahindrunum á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis. Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við gatnamót Mýrarvegar, að hraði í götunni verði mældur og að skoðaður verði kostnaður við uppsetningu 5 hraðamyndavéla í bænum.

Framkvæmdaráð - 235. fundur - 16.06.2011

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstímum bæjarfulltrúa 17. febrúar 2011 þar sem Elmar Arnarson, Hrafnagilsstræti 31, 600 Akureyri, greinir frá áhyggjum af umferðarhraða um Hrafnagilsstræti og leggur til að hraðahindrunum verði fjölgað í götunni.
Skipulagsnefnd óskaði eftir því á fundi sínum þann 9. mars sl. við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við gatnamót Mýrarvegar, að hraði í götunni verði mældur og að skoðaður verði kostnaður við uppsetningu 5 hraðamyndavéla í bænum.

Framkvæmdaráð hefur gengið frá framkvæmdaáætlun ársins í ár og er upphækkun við Mýrarveg ekki inni í þeirri áætlun.

Framkvæmdadeild er búin að mæla hraðann og hefur kannað mögulegan kostnað við uppsetningu hraðamyndavéla og sent skipulagsstjóra niðurstöðurnar.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Skipulagsnefnd óskaði eftir því við framkvæmdaráð á fundi sínum þann 9. mars sl. að gengið verði frá 30 km hliði við gatnamót Mýrarvegar, að hraði í götunni verði mældur og að skoðaður verði kostnaður við uppsetningu 5 hraðamyndavéla í bænum.
Borist hefur svar frá framkvæmdaráði þar sem fram kemur að framkvæmdaráð hafi gengið frá framkvæmdaáætlun árins í ár og er upphækkun við Mýrarveg ekki inni í þeirri áætlun.
Framkvæmdadeild kannaði lauslega mögulegan kostnað við uppsetningu á hraðamyndavélum. Ein Nortek vél kostar 6 milljónir, kassi 1,4 milljónir. Hugsanlegur kostnaður við tengingu frá Mílu miðað við vissar staðsetningar, er 0,3 milljónir fyrir hverja vél. Norðurorka gefur ekki upp kostnað við tengingu við rafmagn heldur er greiddur raunkostnaður.

Lagt fram til kynningar og vísað í bókun á 11. lið.