Hlíðarendi - verslunar og þjónustusvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2010090138

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3291. fundur - 05.10.2010

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 24. september 2010 frá Halldóri Jóhannssyni Teiknum á lofti ehf, f.h. SS-Byggis ehf. Hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði á eignarlandi við Hlíðarenda sem samkvæmt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar verður skilgreint sem frístunda-, verslunar- og þjónustusvæði.
Meðfylgjandi eru skipulagsgögn dags. 24. september 2010, deiliskipulagsuppdráttur, skýringaruppdráttur og greinargerð.

Fulltrúi VG óskar bókað:
Tillögur að uppbyggingu frístunda-, verslunar- og þjónustusvæðis í landi Hlíðarenda eru bráðræði sem stýrist af hagsmunum verktaka en ekki ígrunduðu mati á þörfum ferðaþjónustu á Akureyri. VG ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að ráðist verði í heildstætt skipulag á útivist og landnotkun í Hlíðarfjalli sem og Glerárdal og bendir jafnframt á mikilvægi úttektar á þörfum ferðaþjónustu, m.a. nýtingu á núverandi gistirými í bænum áður en stutt verður við eins róttækar tillögur að auknu gistirými og þarna er lagt til.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Edward Hákon Huijbens fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011:
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis 1. áfanga var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni.
Engar athugasemdir bárust.
Óskað var eftir umsögnum hagsmunaaðila í bréfi dags. 28. júlí 2010 þar sem send voru drög að deiliskipulagstillögunni. Umsagnir bárust frá sjö aðilum og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar sl.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu.
Vísar að öðru leyti til fyrri bókana þar sem hún hvetur til að horft verði á Hlíðarfjall og Glerárdal sem eina heild við skipulagningu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Deiliskipulagstillagan var auglýst þann 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010.
Tekið fyrir að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 2. feb. 2011 við yfirferð á innsendum gögnum. Tekið var tillit til athugasemda sem fram komu í bréfinu og gögnin lagfærð. Breytingarnar eru taldar upp í greinargerð.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3300. fundur - 15.03.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Deiliskipulagstillagan var auglýst þann 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010.
Tekið fyrir að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 2. febrúar 2011 við yfirferð á innsendum gögnum. Tekið var tillit til athugasemda sem fram komu í bréfinu og gögnin lagfærð. Breytingarnar eru taldar upp í greinargerð.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.