Sólskógar ehf. - ósk um leyfi til búsetu í húsnæði í Gróðrarstöðinni í Kjarnaskógi.

Málsnúmer 2011020126

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Erindi dags. 14. febrúar 2011 frá Katrínu Ásgrímsdóttur og Gísla Guðmundssyni f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sem sækja um að fá að breyta skrifstofuhúsnæði á lóð Gróðrarstöðvarinnar Sólskóga í Kjarnaskógi í íbúðarhúsnæði til fastrar búsetu.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæði Gróðrarstöðvarinnar Sólskóga skilgreint sem "opið svæði til sérstakra nota". Samkvæmt gr. 4.12 í skipulagsreglugerð er ekki gert ráð fyrir fastri búsetu á slíkum svæðum. 

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.