Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld og gjöld skv. skipulagslögum og lögum um mannvirki.

Málsnúmer 2011030003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Eva Reykjalín Elvarsdóttir L-lista mætti á fundinn kl. 08:53.
Sigurður Guðmundsson A-lista fór af fundi kl. 09:00 og á fundinn kom Pálmi Gunnarsson A lista.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna nýrra heimilda til gjaldtöku í skipulagslögum og mannvirkjalögum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöldum verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3300. fundur - 15.03.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna nýrra heimilda til gjaldtöku í skipulagslögum og mannvirkjalögum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöldum verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 128. fundur - 30.11.2011

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjalda.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöldum verði samþykkt.

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gr. 1.4 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda. Um er að ræða breytingu á gjöldum vegna stöðuleyfa gáma.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra.