Samfélags- og mannréttindaráð

85. fundur 20. apríl 2011 kl. 16:45 - 18:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ungmennaráð

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Á fundinn komu fulltrúar úr ungmennaráði sem sett var á stofn vorið 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fróðlegar umræður og væntir mikils af störfum ungmennaráðs í framtíðinni.

2.Forvarnastefna - endurskoðun 2010

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Drög að nýrri forvarnastefnu tekin fyrir að nýju og farið yfir umsagnir frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skólanefnd og ungmennaráði.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

3.Athafnamiðstöð fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011020032Vakta málsnúmer

Kynnt var hugmynd að samvinnu Ungmenna-Húss og Vinnumálastofnunar um athafnamiðstöð fyrir ungt fólk sem er án atvinnu. Athafnamiðstöðin er hugsuð sem liður í því að tengja úrræði sem þegar eru til staðar og ná þannig að halda betur utan um þennan hóp ungs fólks.

4.Vinnuskóli - fyrirkomulag

Málsnúmer 2009010148Vakta málsnúmer

Kynnt var verkaskipting Vinnuskóla og samfélags- og mannréttindadeildar. Samfélags- og mannréttindadeild tekur við umsjón með eftirtöldum þáttum: Fræðslu fyrir 14-16 ára unglinga, sumarvinnu 17-25 ára og starfstengdu námi.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með nýtt fyrirkomulag á verkaskiptingu Vinnuskólans.

5.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við gerð starfsáætlunar fyrir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir starfsáætlunina.

6.Saman hópurinn-félag um forvarnir - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011010124Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. janúar 2011 frá Geir Bjarnasyni f.h. Saman hópsins-félags um forvarnir þar sem beðið er um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnastarf hópsins á árinu 2011.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

7.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna skákkennslu

Málsnúmer 2011040067Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. febrúar 2011 frá Áskeli Erni Kárasyni f.h. Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna skákkennslu í grunnskólum bæjarins.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu að sinni. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

8.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna Jóns Kristins Þorgeirssonar

Málsnúmer 2011040066Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 2. febrúar 2011 frá Áskeli Erni Kárasyni f.h. Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000 vegna þátttöku Jóns Kristins Þorgeirssonar í Norðurlandamóti í skólaskák.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

9.Bandalag íslenskra skáta - Góðverkadagurinn - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011020059Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2011 frá Pétri A. Maack fjármálastjóra f.h. Bandalags íslenskra skáta þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 30.000 til 60.000 við verkefnið "Góðverk dagsins" sem haldið verður um allt land dagana 21.- 25. febrúar 2011.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011030186Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 31. mars 2011 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 900.000 vegna útilífsskóla.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

11.KFUM og KFUK - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011040009Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 31. mars 2011 frá Katrínu Harðardóttur f.h. KFUM og KFUK á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 1.000.000 til reksturs félagsheimilisins í Sunnuhlíð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 350.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

12.Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011040007Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 31. mars 2011 frá Önnu Elísu Hreiðarsdóttur f.h. Sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 700.000 til reksturs sumarbúðanna.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

13.Sumarbúðirnar Ástjörn - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011040010Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 31. mars 2011 frá Árna Hilmarssyni f.h. Sumarbúðanna Ástjarnar þar sem sótt er um rekstrarstyrk vegna reksturs sumarbúðanna að upphæð kr. 250.000.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

14.Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011040025Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 5. apríl 2011 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem sótt er um styrk fyrir starfsemi klúbbsins 2011.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 250.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

15.Ugla ehf - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011030179Vakta málsnúmer

Umsókn ódags. frá Uglu ehf f.h. Reiðskóla Káts þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna reiðnámskeiðs sem boðið er upp á fyrir börn 4 til 14 ára.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

Fundi slitið - kl. 18:30.