Vinnuskóli - hugmyndir um tilfærslu innan kerfis

Málsnúmer 2009010148

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 69. fundur - 05.07.2010

Kynntar voru hugmyndir sem voru til umræðu sl. vetur um flutning vinnuskólans frá framkvæmdadeild til samfélags- og mannréttindadeildar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 70. fundur - 18.08.2010

Framhald umræðu frá fundi samfélags- og mannréttindaráðs 5. júlí 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð - 75. fundur - 27.10.2010

Framhald umræðu um mögulegan flutning Vinnuskólans frá framkvæmdadeild til samfélags- og mannréttindadeildar.

Samfélags- og mannréttindaráð gerir að tillögu sinni að Vinnuskólinn verði færður frá framkvæmdadeild til samfélags- og mannréttindadeildar í þeim tilgangi að flétta betur saman starf félagsmiðstöðva og Vinnuskólans, fyrst og fremst með forvarnagildi og samnýtingu starfsfólks í huga. Breytingin myndi ekki hafa í för með sér að unglingar yrðu teknir úr hefðbundnum útiverkum við fegrun bæjarins.

Framkvæmdaráð - 231. fundur - 01.04.2011

Kynntar voru tillögur um fyrirkomulag Vinnuskólans í sumar.

Sigfús Arnar Karlsson fulltrúi B-lista óskar bókað:

Tómstundamál eiga ekki heima í Vinnuskóla þar sem þegin eru laun.

Samfélags- og mannréttindaráð - 85. fundur - 20.04.2011

Kynnt var verkaskipting Vinnuskóla og samfélags- og mannréttindadeildar. Samfélags- og mannréttindadeild tekur við umsjón með eftirtöldum þáttum: Fræðslu fyrir 14-16 ára unglinga, sumarvinnu 17-25 ára og starfstengdu námi.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með nýtt fyrirkomulag á verkaskiptingu Vinnuskólans.