Forvarnastefna - endurskoðun 2010-2011

Málsnúmer 2010110033

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 78. fundur - 12.01.2011

Drög að endurskoðaðri forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ lögð fram til kynningar. Vinnuhópur hefur unnið að endurskoðuninni frá því í september 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við vinnuhópinn að málið verði unnið áfram og einnig lokið við gerð aðgerðaáætlunar. Drög að forvarnastefnu verði send aftur til samfélags- og mannréttindaráðs að því loknu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 81. fundur - 16.02.2011

Lögð fram drög að Forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ. Drögin vann vinnuhópur sem samfélags- og mannréttindaráð stofnaði til haustið 2010.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögunum til umsagnar hjá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skólanefnd og ungmennaráði.

Samfélags- og mannréttindaráð - 82. fundur - 02.03.2011

Áframhaldandi umræður um stefnumótun í forvarnamálum. Drög að endurskoðaðri forvarnastefnu eru nú í umsagnarferli hjá nefndum Akureyrarbæjar.
Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna sat fundinn undir þessum lið.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:12.

Skólanefnd - 5. fundur - 07.03.2011

Tölvupóstur dags. 18. febrúar 2011 frá samfélags- og mannréttindaráði þar sem þess er óskað að skólanefnd taki drög að nýrri forvarnastefnu til umsagnar.
Þuríður Sigurðardóttir og Sædís Gunnarsdóttir fulltrúar skólanefndar í nefnd sem vann að endurskoðun stefnunnar mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir þeim drögum sem fyrir liggja.

Skólanefnd þakkar Þuríði og Sædísi fyrir kynninguna.

Skólanefnd líst vel á þau drög sem fyrir liggja en telur að skerpa megi á umfjöllun um viðbrögð gegn einelti.

Félagsmálaráð - 1119. fundur - 09.03.2011

Anna Hildur Guðmundsdóttir kynnti drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyri skv. tölvupósti dags. 18. mars 2011 frá samfélags- og mannréttindaráði þar sem þess er óskað að félagsmálaráð taki drögin til umsagnar.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með drögin að forvarnastefnu. Óskað er eftir einni breytingu varðandi heilbrigða lífshætti og heilsueflandi samfélag: í stað samvinnu við heilsugæslu ætti að standa í samvinnu milli stofnana og deilda.

Íþróttaráð - 88. fundur - 10.03.2011

Kynnt voru drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyri skv. tölvupósti dags. 18. mars 2011 frá samfélags- og mannréttindaráði þar sem þess er óskað að íþróttaráð taki drögin til umsagnar.

Íþróttaráði líst vel á drögin eins og þau liggja fyrir og hvetur aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar að kynna sér innihald þeirra.

Framkvæmdaráð - 230. fundur - 18.03.2011

Lögð fram drög að forvarnastefnu fyrir Akureyrarkaupstað.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að forvarnastefnu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 85. fundur - 20.04.2011

Drög að nýrri forvarnastefnu tekin fyrir að nýju og farið yfir umsagnir frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skólanefnd og ungmennaráði.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 86. fundur - 06.05.2011

Lögð fram drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3304. fundur - 17.05.2011

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 6. maí 2011:
Lögð fram drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 89. fundur - 15.06.2011

Ný forvarnastefna hefur nú verið samþykkt. Rætt var um útgáfu og dreifingu á stefnunni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 90. fundur - 17.08.2011

Rætt um útgáfu og dreifingu á nýrri forvarnastefnu og aðgerðaáætlun.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17:00.

Samfélags- og mannréttindaráð - 91. fundur - 07.09.2011

Áframhaldandi umræður um prentun og dreifingu nýrrar forvarnastefnu og aðgerðaáætlunar. Lagðar fram tillögur að útgáfu sem gert er ráð fyrir að verði dreift í lok mánaðarins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagðar tillögur.

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Lögð fram tillaga að auglýsingu um forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. maí sl.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Í niðurstöðum vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ kemur fram að mikilvægt sé að skólarnir tryggi að tengiliðir séu til staðar vegna skipulags og framkvæmdar forvarnafræðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir því við skóladeild að málið verði tekið til skoðunar og því svarað hvort fundin hafi verið leið til að tryggja þessari mikilvægu fræðslu fastan sess innan grunnskólanna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 164. fundur - 26.03.2015

Lögð fram forvarnarstefna Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. maí 2011 en í henni kemur m.a. fram að hún skuli endurskoðuð í síðasta lagi á árinu 2015. Rætt um endurskoðun hennar.
Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sagði frá umræðum um málaflokkinn á vettvangi ráðuneytis menntamála. Einnig var rætt um reynsluna vegna breytinga á skipulagi forvarnamála hjá samfélags- og mannréttindadeild.
Forvarnastefnan tengist ýmissi annarri stefnumótun sem er í gangi og er auk þess í fullu gildi. Samfélags- og mannréttindaráð leggur því til að endurskoðun verði frestað. Hún hefjist þó í síðasta lagi í árslok 2016. Aðgerðaráætlun byggð á stefnunni er endurskoðuð reglulega og verður lögð fyrir ráðið næsta haust.