Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011030186

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 85. fundur - 20.04.2011

Umsókn dags. 31. mars 2011 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 900.000 vegna útilífsskóla.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000. Athygli umsækjanda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.