Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2020050512

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1321. fundur - 03.06.2020

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 á tímum COVID-19.

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 á tímum COVID-19.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þetta framtak og að Akureyrarbær hafi sótt um styrki m.a. vegna heilsueflandi aðgerða.

Öldungaráð - 8. fundur - 31.08.2020

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir því hvernig styrkur frá félagsmálaráðuneytingu nýttist til að auka við félagsstarf fullorðinna sumarið 2020.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með aukið félagsstarf sumarið 2020. Ráðið telur þó að bæta hefði mátt skipulag og framboð með samráði við öldungaráð, en ekki síður við Félag eldri borgara á Akureyri, en félagið sér samkvæmt samningi um rekstur félagsstarfsins í Bugðusíðu. Ekkert samráð var haft við félagið og engin ósk barst til þess að standa fyrir og sjá um hluta af þessari viðbót.

Velferðarráð - 1330. fundur - 02.12.2020

Gerð grein fyrir því hvernig styrkur félagsmálaráðuneytis var nýttur til að auka starfsemi og þjónustu í félagsstarfi og þjónustu við fullorðna sumarið 2020 vegna COVID-19.
Velferðarráð þakkar starfsfólki Akureyrarbæjar fyrir góða vinnu við óvenjulegar aðstæður.

Öldungaráð - 11. fundur - 25.01.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla um félagsstarf fullorðinna sem í boði var sumarið 2020 og með tilkomu styrks frá félagsmálaráðuneytinu.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Vísað er til bókunar frá 31. ágúst 2020 þar sem ánægju var lýst með aukið félagsstarf. En ítrekað er að bæta hefði mátt skipulag og framboð með samráði og samvinnu við öldungaráð og Félag eldri borgara. Þessi ábending á einnig við um önnur verkefni sem unnin voru með styrk frá félagsmálaráðuneytinu.