Ákvörðun um næsta fund

Málsnúmer 2019020301

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 1. fundur - 03.02.2016

Rætt um fundartíma
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.

Ráðið óskar eftir að fulltrúar frá Öldrunarheimilum Akureyrar, búsetudeild og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á fundinn til að gefa upplýsingar um þjónustu og svara spurningum ráðsmanna.

Öldungaráð - 2. fundur - 23.02.2016

Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Þórdís Rósa Sigurðardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis mættu á fundinn og kynntu starf og þjónustu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fyrir eldri borgara á Akureyri.

Sjá heimasíðu http://www.hsn.is/akureyri

Öldungaráð - 2. fundur - 23.02.2016

Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri deildarinnar og Bergdís Ösp Birgisdóttir, forstöðumaður heimaþjónustu mæta á fundinn og kynntu starf og þjónustu búsetudeildar fyrir eldri borgara.

Öldungaráð - 2. fundur - 23.02.2016

Helga Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir, þjónustustjóri mættu á fundinn og kynntu starfsemi og þjónustu Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Eden hugmyndafræðina sem unnið er eftir.
Öldungaráð þakkar öllum gestum fundarins fyrir fróðleik og mjög gagnlegar upplýsingar.

Næsti fundur
Stefnt að næsta fundi í apríl. Nánar ákveðið síðar.

Öldungaráð - 3. fundur - 14.03.2016

Í forföllum Bergljótar Jónasdóttur forstöðumanns tómstundamála, kynnti Sigríður Stefánsdóttir stuttlega félagsstarf fyrir eldri borgara á vegum Akureyrarbæjar.

Öldungaráð - 4. fundur - 15.06.2016

Rætt um starf ráðsins frá hausti. Fram komu ýmsar hugmyndir um fundarefni og heimsóknir í stofnanir.

Öldungaráð - 5. fundur - 05.04.2017

Rætt um fundartíma ráðsins og hugsanleg fundarefni.

Öldungaráð - 5. fundur - 03.02.2020

Til umræðu starfið á næstu mánuðum, starfshættir og ráð til að ná betri árangri og til að uppfylla lagaskyldur.

Einnig hvernig ráðið geti komið áfram eða náð einhverjum árangri í málum, án þess að til þeirra hafi verið veitt sérstökum fjármunum t.d. heilsuefling, samhæfing þjónustu og bætt upplýsingagjöf.
Samþykkt að unnar verði starfsreglur fyrir ráðið með hliðsjón af nýjum reglum og samþykktum. Arnrún Halla mun gera drög að þessum reglum.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Bæklingur búsetusviðs um þjónustu Akureyrarbæjar til eldri borgara lagður fram til umræðu.

Öldungaráð felur starfsmanni og varaformanni að koma athugasemdum við bæklinginn á framfæri við búsetusvið.

Öldungaráð - 8. fundur - 31.08.2020

Drög að bæklingi búsetusviðs um velferðartækni lagður fram til kynningar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þetta framtak.

Öldungaráð - 19. fundur - 23.02.2022

Til umræðu voru meðal annars aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks, aldursvænt samfélag, staða öldungaráðs, málefni öldrunarheimila og fjárhagsáætlun bæjarins.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Eva Hrund Einarsdóttir formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð þakkar bæjarstjóra fyrir að koma á fund ráðsins og veittar upplýsingar. Ráðið leggur mikla áherslu á samþykkta aðgerðaáætlun fyrir eldra fólk og að unnið verði eftir henni skv. verk- og tímaáætlun. Óskað er eftir að bæjarstjóri fylgi þessu eftir. Einnig er ítrekuð ósk um að hafin verði vinna við næsta áfanga áætlunarinnar.

Ráðið bendir á að undirbúningur verkefnisins Akureyri aldursvænt samfélag átti að hefja sl. haust og ljúka vorið 2022. Óskað er eftir að bæjarstjóri fylgi því máli eftir og tilnefni starfsmann til að halda utan um vinnuna.

Enn og aftur er lögð áhersla á lögbundið hlutverk og því sem fram kemur í samþykkt bæjarins um öldungaráð verði fylgt. Þetta varðar t.d. skipulag þjónustu og stefnumótun. Ráðið bendir á að það fékk t.d. ekki kynningu og óskir um umsögn varðandi stjórnskipulagsbreytingar, um húsnæðisstefnu bæjarins og um breytingu á bílastæðamálum í miðbænum.