Sameiginlegur fundur öldungaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 2020010596

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 5. fundur - 03.02.2020

Samkvæmt samþykkt um öldungaráð skal bæjarstjórn funda einu sinni á ári með öldungaráði.
Til umræðu undirbúningur fyrir sameiginlegan fund með bæjarstjórn. Rætt um að fundurinn yrði haldinn í apríl/maí.

Öldungaráð - 8. fundur - 31.08.2020

Til umræðu undirbúningur fyrir sameiginlegan fund með bæjarstjórn.
Öldungaráð óskar eftir að fundurinn verði haldinn sem fyrst og felur formanni og varaformanni að undirbúa málefni sem lögð verða fram til umræðu.

Bæjarráð - 3705. fundur - 12.11.2020

Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar öldungaráðs og bæjarstjórnar dagsett 13. október 2020.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ábendingum um heilsueflingu til frístundaráðs, upplýsingagjöf um tilboð, framsetningu auglýsinga og útgáfu bæklinga á samfélagsmiðlum til samfélagssviðs. Ábendingu um samgöngur milli félagsmiðstöðva er vísað til starfshóps um endurskoðun á leiðakerfi SVA. Aðgengi að heimasíðu er vísað til stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð mun sérstaklega taka fyrir tillögu um tilfærslu á öldungaráði yfir á fjölskyldusvið auk þess að fjalla um ábendingar um verðlagningu og afslætti til eldri borgara. Bæjarráð felur bæjarfulltrúunum Andra Teitssyni, Evu Hrund Einarsdóttur og Sóleyju Björk Stefánsdóttur ásamt sviðsstjóra samfélagssviðs og formanni öldungaráðs að fylgja málunum eftir.

Öldungaráð - 9. fundur - 16.11.2020

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá fundi 12. nóvember sl. vegna fundargerðar frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og öldungaráðs.
Öldungaráð vill ítreka að nauðsynlegt er að hefja strax vinnu við aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.