Umhverfis- og mannvirkjaráð

125. fundur 04. október 2022 kl. 10:00 - 12:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista mætti í fjarveru Jóns Hjaltasonar.

1.Tjaldsvæðið við Þórunnarstæti - sala á salernishúsi

Málsnúmer 2022050299Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað tilboða dagsett 21. september 2022 vegna sölu á salernishúsi á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Kjartans Gústafssonar í húsið að upphæð kr. 190.000.

2.Hlíðarfjall - sala á nestishúsi

Málsnúmer 2022091423Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað tilboða dagsett 21. september 2022 vegna sölu á nestishúsi í Hlíðarfjalli.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Aðalheiðar Kjartansdóttur í húsið að upphæð kr. 2.000.000.

3.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs lagðar fyrir ráðið.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Gerð er athugasemd við flata hækkun á gjaldskrám. Þá sé hækkunin talsvert hærri en þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 („Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026“) gera ráð fyrir.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs. Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.

4.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlannir umhverfis- og sorpmála, slökkviliðs, umferðar- og samgöngumála, skirfstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs, leiguíbúða og annarra fasteigna Akureyrarbæjar, umhverfismiðstöðvar, Strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrar og Hlíðarfjalls lagðar fyrir ráðið til kynningar.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 12:00.