Bæjarráð

3785. fundur 27. október 2022 kl. 08:15 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og þá sátu Gunnar Már Gunnarsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við erum ósammála þeirri forgangsröðun sem sett er fram í framkvæmdaáætlun, auk þess sem við teljum að í fjárhagsáætlun sé ekki næg áhersla lögð á hagsmuni barnafjölskyldna, eldri borgara og tekjulægri hópa.

2.Fjárhagsáætlun UMSA 2023 - Gjaldskrá Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Elma Hulda Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Tinna Guðmundsdóttir frá fræðslu- og lýðheilsuráði sátu fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Nökkvi, félag siglingamanna - rekstrarsamningur um siglingahús

Málsnúmer 2021080462Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 17. október 2022:

Fyrir liggja drög að rekstrarsamningi við Nökkva, félag siglingamanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja áherslu á að áður en farið er í framkvæmdir á íþróttamannvirkjum sé rekstur og reglulegt viðhald kostnaðargreint. Um leið fagna þær þeim áfanga sem náðist með tímabærri uppbyggingu á félagssvæði Nökkva enda snýr þessi gagnrýni ekki að uppbyggingunni sjálfri heldur að þessi útreikningur hafi ekki legið fyrir fyrirfram. Þetta eru ekki einskiptisaðgerðir heldur aukinn rekstrarkostnaður til framtíðar. Bæjarfulltrúar óska eftir því að útreikningar á rekstri og reglulegu viðhaldi á uppbyggingu í skautahöll og á KA svæði verði lagðir fyrir bæjarráð og í framhaldinu verði lögð fyrir kostnaðaráætlun um rekstur á þeim íþróttamannvirkjum sem ætlað er að fara í á kjörtímabilinu.

4.Breyting á launaáætlun grunnskóla september - desember 2022

Málsnúmer 2022091292Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 17. október 2022:

Vísað til síðari umræðu í fræðslu- og lýðheilsuráði.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 18.300.000 og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

5.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Liður 6. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. október 2022:

Lagt fram erindi dagsett 30. september 2022 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna verkefnið með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2023-2025).

Einnig er lögð fram til kynningar skýrsla flugklasans fyrir tímabilið 9. apríl til 30. september 2022.

Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem komið hafa að stuðningi við Air 66N um framhaldið og leggja fram tillögu til bæjarráðs fyrir lok október.
Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarráð felur því bæjarstjóra að gera sólarlagssamning um árin 2022 og 2023 og leggja fyrir bæjarráð.

6.Ágóðahlutagreiðsla 2019-2022 - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 2019100200Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. október 2022 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga.
Fylgiskjöl:

7.Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) 2022

Málsnúmer 2022070935Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 24. október 2022 frá Óskari Magnússyni f.h. Landssamtaka landeiganda á Íslandi þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 4. nóvember nk. Fundurinn fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík.

8.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 279. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 18. október 2022.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. október 2022.

Fundi slitið - kl. 11:30.