Umhverfis- og mannvirkjaráð

123. fundur 06. september 2022 kl. 08:15 - 11:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningarhúsið Hof - Leiklistarrými

Málsnúmer 2022090102Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi uppsetningu á rými fyrir leiklistarskólann í kjallara Hofs.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir á rými fyrir leiklistarskólann í Hofi. Áætlaður kostnaður um kr. 11 milljónir og rúmast hann innan fjárfestingaráætlunar fasteigna.

2.Leiksvæði í Nausta- og Hagahverfi

Málsnúmer 2022090091Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umhverfisfrágangi á leiksvæðum í Haga- og Naustahverfi dagsett 3. ágúst 2022.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sátu fundinn undir þessum lið og kynntu verkefnið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og stefnt er að því að klára uppbyggingu á næstu tveimur árum.

3.Skarðshlíð - umferðaröryggi 1. áfangi

Málsnúmer 2021060780Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi stöðu framkvæmda við Skarðshlíð.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sat fundinn undir þessum lið.

4.Stofnstígar með Vegagerðinni

Málsnúmer 2022020885Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi stofnstíga milli sveitafélaga um Akureyri í samstarfi við Vegagerðina.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sat fundinn undir þessum lið.

5.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi stíg frá Drottningarbraut að sveitarfélagsmörkum við Leiruveg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sat fundinn undir þessum lið.

6.UMSA - rekstur 2022

Málsnúmer 2022090090Vakta málsnúmer

Lögð fram rekstrarskýrsla dagsett 1. september 2022 varðandi rekstur UMSA fyrstu 7 mánuði ársins 2022.

7.UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja

Málsnúmer 2022090104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. september 2022 varðandi endurnýjun á mælingabifreið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á vistvænum bíl að upphæð allt að kr. 8 milljónir. Starfsmönnum sviðsins er falið að finna skammtímalausn á málinu á meðan.

8.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 26. ágúst 2022 varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

Fundi slitið - kl. 11:00.